„Koma konur stundum betri út úr barneign?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 12:00 Fanndís Friðriksdóttir með uppskeru ársins 2021. Hún eignaðist dótturina Elísu í febrúar og varð síðan Íslandsmeistari um haustið eftir að hafa skorað og búið til mörg mikilvæg mörk á lokakafla mótsins. Instagram/@fanndis90 Lengjubikarmörk kvenna voru á dagskránni um helgina á Stöð 2 Sport og þar var farið yfir síðustu leiki í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir var umsjónarkona þáttarins og sérfræðingar hennar voru þær Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin) Besta deild kvenna Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin)
Besta deild kvenna Mest lesið Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Afturelding | Þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Víkingur - Fram | Hörkuleikur í Fossvogi Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira