„Koma konur stundum betri út úr barneign?“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2022 12:00 Fanndís Friðriksdóttir með uppskeru ársins 2021. Hún eignaðist dótturina Elísu í febrúar og varð síðan Íslandsmeistari um haustið eftir að hafa skorað og búið til mörg mikilvæg mörk á lokakafla mótsins. Instagram/@fanndis90 Lengjubikarmörk kvenna voru á dagskránni um helgina á Stöð 2 Sport og þar var farið yfir síðustu leiki í Lengjubikar kvenna í fótbolta. Helena Ólafsdóttir var umsjónarkona þáttarins og sérfræðingar hennar voru þær Mist Rúnarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir. Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin) Besta deild kvenna Mest lesið Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Risaleikur á Anfield Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Íslenski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KA | Geta þrýst á toppliðin Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira
Þær stöllur ræddu líka barneignir knattspyrnukvenna en Sara Björk Gunnarsdóttir snéri aftur í leikmannahóp Lyon um helgina eftir barneignarfrí. „Sara Björk, vinkona okkar, var í hóp hjá Lyon í gær. Kemur það á óvart? Nú hafið þið fylgst vel með henni,“ sagði Helena Ólafsdóttir. Sara Björk kom reyndar ekki við sögu í leiknum en það styttist í fyrsta leikinn hennar sem móðir. „Þetta er eitthvað sem hún er búin að vera mjög opin með að hún sé að stefna á. Tímaramminn passar ef allt hefur gengið vel og þá held ég að hún sé í góðum málum,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir, sem sjálf snéri aftur á völlinn eftir að hafa eignast barn. Klippa: Lengjubikarmörkin: Knattspyrnukonur og barneignir „Ég átti strák í lok febrúar og var byrjuð að spila um vorið,“ sagði Harpa og Helena skaut þá inn í: „Og það var ekkert mál.“ „Ég myndi ekki segja það. Þetta er heilmikið mál og mér finnst þetta vera meira mál en lítur út á samfélagsmiðlum hjá henni ef ég á að vera hreinskilin. Það er heilmikil vinna sem liggur þarna að baki og það má ekki vanmeta það,“ sagði Harpa. Seinna í þættinum þá ræddu sérfræðingarnir einnig endurkomu Katrínar Ásbjörnsdóttur sem er komin á fulla ferð eftir að hafa eignast barn. „Katrín Ásbjörnsdóttir hefur verið að spila virkilega vel og kannski betur á undirbúningstímabilinu heldur en kannski í nokkur ár,“ sagði Helena Ólafsdóttir. „Hún eignaðist barn og var að koma sér til baka eftir það. Hún spilaði með Stjörnunni í fyrra og var vaxandi í sínum leik allt síðasta sumar. Mér finnst hún vera á góðum stað og hefur litið virkilega vel út,“ sagði Harpa. „Hún hefur verið í brasi með meiðsli og annað en hún virðist vera heil sem skiptir miklu máli,“ sagði Harpa. „Koma konur stundum betri út úr barneign? Mér finnst það stundum vera þannig,“ spurði Helena. „Það er margt til í því. Það hafa meira segja verið gerðar rannsóknir á því og þetta er eitthvað hormónatengt og annað. Margir spretthlauparar ná sínum besta árangri eftir barnsburð,“ sagði Harpa. „Það er virkilega áhugavert og ég hvet konur til að kýla á þetta,“ sagði Helena. Það má sjá umfjöllunina hér fyrir ofan. View this post on Instagram A post shared by OL Féminin (@olfeminin)
Besta deild kvenna Mest lesið Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Arsenal | Risaleikur á Anfield Enski boltinn „Stórt stökk að flytja ein til annars lands sextán ára“ Sport Andri Lucas flytur til Englands Enski boltinn Feðgarnir slógust eftir leik Sport Hneykslaður á United: Fögnuðu markspyrnu eins og þeir væru að vinna HM Enski boltinn „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Körfubolti Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Fótbolti Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Íslenski boltinn Hjörvar tók Nablann í fangið meðan stressið náði hámarki Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - KA | Geta þrýst á toppliðin Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Leik lokið: Vestri-KR 1-1 | KR náði í stig á Ísafirði Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Sjá meira