Á fjórða tug látnir og varnamálaráðherrann sakar Rússa um hryðjuverk Fanndís Birna Logadóttir skrifar 13. mars 2022 09:52 Tugir særðust við árásina. Getty/Dan Kitwood Skotið var á herstöð í Yavoriv, vestan við borgina Lviv í vesturhluta Úkraínu, í morgun en úkraínsk yfirvöld segja Rússa hafa verið að verki. Samkvæmt nýjustu tölum létust 35 og 134 særðust þegar tugum flugskeyta var skotið á herstöðina, sem er innan við 25 kílómetra frá landamærum Póllands. Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðins, segir að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu en þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters um málið. Um er að ræða alþjóðlega herstöð sem bæði úkraínski herinn og NATO hafa notað en fyrir innrásina fóru flestar hernaðaræfingar Úkraínumanna með NATO fram við þessa herstöð. Erlendir hernaðarleiðbeinendur voru á svæðinu um tíma að sögn úkraínskra yfirvalda en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið á staðnum þegar skotið var á stöðina. russia has attacked the International Center for Peacekeeping&Security near Lviv.Foreign instructors work here.Information about the victims is being clarified.This is new terrorist attack on peace&security near the EU-NATO border.Action must be taken to stop this.Close the sky!— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) March 13, 2022 Oleksii Reznikov, varnamálaráðherra Úkraínu, greindi frá árásinni í morgun en þar fullyrti hann að um hryðjuverkaárás væri að ræða af hálfu Rússa. Rússnesk yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta málið en margir eru nú uggandi yfir því hversu nálægt landamærum NATO ríkis árásin var. Sprengingar voru víðar í Úkraínu í morgun og er rússneski herinn sagður ætla að umkringja úkraínskar hersveitir í austurhluta landsins. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 12. mars 2022 07:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Maksym Kozytskyy, landstjóri Lviv svæðins, segir að varnarkerfi herstöðvarinnar hafi stöðvað nokkur flugskeyti áður en þau lentu en þrátt fyrir það hafi fleiri en 30 flugskeyti lent á stöðinni, að því er kemur fram í frétt Reuters um málið. Um er að ræða alþjóðlega herstöð sem bæði úkraínski herinn og NATO hafa notað en fyrir innrásina fóru flestar hernaðaræfingar Úkraínumanna með NATO fram við þessa herstöð. Erlendir hernaðarleiðbeinendur voru á svæðinu um tíma að sögn úkraínskra yfirvalda en ekki liggur fyrir hvort þeir hafi verið á staðnum þegar skotið var á stöðina. russia has attacked the International Center for Peacekeeping&Security near Lviv.Foreign instructors work here.Information about the victims is being clarified.This is new terrorist attack on peace&security near the EU-NATO border.Action must be taken to stop this.Close the sky!— Oleksii Reznikov (@oleksiireznikov) March 13, 2022 Oleksii Reznikov, varnamálaráðherra Úkraínu, greindi frá árásinni í morgun en þar fullyrti hann að um hryðjuverkaárás væri að ræða af hálfu Rússa. Rússnesk yfirvöld hafa ekki viljað staðfesta málið en margir eru nú uggandi yfir því hversu nálægt landamærum NATO ríkis árásin var. Sprengingar voru víðar í Úkraínu í morgun og er rússneski herinn sagður ætla að umkringja úkraínskar hersveitir í austurhluta landsins. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í vaktinni. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Úkraína Tengdar fréttir Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 12. mars 2022 07:52 Mest lesið Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Sjá meira
Vaktin: Segir rússneska herinn hafa orðið fyrir sögulegu höggi Rússar halda áfram að sækja að í Kænugarði en átök áttu sér stað norðvestur af borginni í morgun. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. 12. mars 2022 07:52