Lögðu hald á lúxussnekkju rússneska auðjöfursins sem var á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 09:08 Snekkjan er sú stærsta sinnar tegundar og kostar um 530 milljónir evra. EPA Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á lúxussnekkjuna Sailing Yacht A sem er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Igorevich Melnichenko. Umrædd snekkja vakti töluverða athygli hér á landi en Melnichenko dvaldi á Íslandi í nokkurn tíma í fyrra með fjölskyldu sinni. Evópusambandið setti Melnichenko á viðskiptaþvinganalista fyrir nokkrum dögum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en ítalska lögreglan lagði hald á snekkjuna þar sem hún var við höfn Trieste, að því er kemur fram í frétt Reuters. Snekkjan er ein sú dýrasta í heiminum og jafnframt sú stærsta en hún er 143 metra löng og möstrin um hundrað metra há. Ekki er um neina smásmíði að ræða enda kostar snekkjan um 530 milljón evrur. Íslendingar urðu varir við snekkjuna þar sem hún sást í kringum Ísland í fyrra. Snekkjan sást fyrst á Akureyri í apríl 2021, síðar í Grundafirði, næst við höfn í Reykjanesbæ og loks við Reykjavíkurhöfn áður en hún hélt til Gíbraltar. Hér fyrir neðan má sjá snekkjuna þegar hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir rúmum tveimur vikum hafa Vesturlöndin beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum og hafa rússneskir auðjöfrar fengið að finna fyrir þeim. Von er á frekari refsiaðgerðum frá Vesturlöndunum í dag en Evrópusambandið mun tilkynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn í dag. Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi. Italy s financial police (@GDF) has just frozen SY A - a sailing yacht worth ~ 530m located in the Port of Trieste. The yacht could be linked indirectly to Andrey Igorevich Melnichenko - an individual in the EU sanctions list. pic.twitter.com/fRg6ZTIQRH— Ferdinando Giugliano (@FerdiGiugliano) March 12, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ítalía Evrópusambandið Tengdar fréttir Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Evópusambandið setti Melnichenko á viðskiptaþvinganalista fyrir nokkrum dögum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en ítalska lögreglan lagði hald á snekkjuna þar sem hún var við höfn Trieste, að því er kemur fram í frétt Reuters. Snekkjan er ein sú dýrasta í heiminum og jafnframt sú stærsta en hún er 143 metra löng og möstrin um hundrað metra há. Ekki er um neina smásmíði að ræða enda kostar snekkjan um 530 milljón evrur. Íslendingar urðu varir við snekkjuna þar sem hún sást í kringum Ísland í fyrra. Snekkjan sást fyrst á Akureyri í apríl 2021, síðar í Grundafirði, næst við höfn í Reykjanesbæ og loks við Reykjavíkurhöfn áður en hún hélt til Gíbraltar. Hér fyrir neðan má sjá snekkjuna þegar hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir rúmum tveimur vikum hafa Vesturlöndin beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum og hafa rússneskir auðjöfrar fengið að finna fyrir þeim. Von er á frekari refsiaðgerðum frá Vesturlöndunum í dag en Evrópusambandið mun tilkynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn í dag. Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi. Italy s financial police (@GDF) has just frozen SY A - a sailing yacht worth ~ 530m located in the Port of Trieste. The yacht could be linked indirectly to Andrey Igorevich Melnichenko - an individual in the EU sanctions list. pic.twitter.com/fRg6ZTIQRH— Ferdinando Giugliano (@FerdiGiugliano) March 12, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ítalía Evrópusambandið Tengdar fréttir Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31
Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42
Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19