Lífið

Drónamyndband sýnir lúxussnekkjuna í allri sinni dýrð á Akureyri

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Snekkjan Sailing Yacht A við Akureyri í gær.
Snekkjan Sailing Yacht A við Akureyri í gær. SKjáskot

Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, hefur nú verið á Akureyri í viku. Drónamyndband, sem tekið var af snekkjunni við bæinn í gær og nálgast má neðst í fréttinni, sýnir skipið í allri sinni dýrð.

Jóhannes Már Sigurðarson tók myndbandið. Snekkjan er engin smásmíði; 142.81 metra löng og möstrin um hundrað metra há.

Reiknað er með að snekkjan verði í Krossanesvíkinni í jafnvel nokkrar vikur til viðbótar. Akureyri.net sagði frá því fyrir viku að Melnichenko væri ekki um borð í snekkjunni en „væri væntanlegur“.

Drónamyndband Jóhannesar má horfa á hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×