Lögðu hald á lúxussnekkju rússneska auðjöfursins sem var á Íslandi Fanndís Birna Logadóttir skrifar 12. mars 2022 09:08 Snekkjan er sú stærsta sinnar tegundar og kostar um 530 milljónir evra. EPA Lögreglan á Ítalíu hefur lagt hald á lúxussnekkjuna Sailing Yacht A sem er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Igorevich Melnichenko. Umrædd snekkja vakti töluverða athygli hér á landi en Melnichenko dvaldi á Íslandi í nokkurn tíma í fyrra með fjölskyldu sinni. Evópusambandið setti Melnichenko á viðskiptaþvinganalista fyrir nokkrum dögum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en ítalska lögreglan lagði hald á snekkjuna þar sem hún var við höfn Trieste, að því er kemur fram í frétt Reuters. Snekkjan er ein sú dýrasta í heiminum og jafnframt sú stærsta en hún er 143 metra löng og möstrin um hundrað metra há. Ekki er um neina smásmíði að ræða enda kostar snekkjan um 530 milljón evrur. Íslendingar urðu varir við snekkjuna þar sem hún sást í kringum Ísland í fyrra. Snekkjan sást fyrst á Akureyri í apríl 2021, síðar í Grundafirði, næst við höfn í Reykjanesbæ og loks við Reykjavíkurhöfn áður en hún hélt til Gíbraltar. Hér fyrir neðan má sjá snekkjuna þegar hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir rúmum tveimur vikum hafa Vesturlöndin beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum og hafa rússneskir auðjöfrar fengið að finna fyrir þeim. Von er á frekari refsiaðgerðum frá Vesturlöndunum í dag en Evrópusambandið mun tilkynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn í dag. Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi. Italy s financial police (@GDF) has just frozen SY A - a sailing yacht worth ~ 530m located in the Port of Trieste. The yacht could be linked indirectly to Andrey Igorevich Melnichenko - an individual in the EU sanctions list. pic.twitter.com/fRg6ZTIQRH— Ferdinando Giugliano (@FerdiGiugliano) March 12, 2022 Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ítalía Evrópusambandið Tengdar fréttir Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Evópusambandið setti Melnichenko á viðskiptaþvinganalista fyrir nokkrum dögum vegna innrásar Rússa í Úkraínu en ítalska lögreglan lagði hald á snekkjuna þar sem hún var við höfn Trieste, að því er kemur fram í frétt Reuters. Snekkjan er ein sú dýrasta í heiminum og jafnframt sú stærsta en hún er 143 metra löng og möstrin um hundrað metra há. Ekki er um neina smásmíði að ræða enda kostar snekkjan um 530 milljón evrur. Íslendingar urðu varir við snekkjuna þar sem hún sást í kringum Ísland í fyrra. Snekkjan sást fyrst á Akureyri í apríl 2021, síðar í Grundafirði, næst við höfn í Reykjanesbæ og loks við Reykjavíkurhöfn áður en hún hélt til Gíbraltar. Hér fyrir neðan má sjá snekkjuna þegar hún lagði af stað úr Reykjavíkurhöfn. Frá því að innrás Rússa inn í Úkraínu hófst fyrir rúmum tveimur vikum hafa Vesturlöndin beitt Rússa ýmsum refsiaðgerðum og hafa rússneskir auðjöfrar fengið að finna fyrir þeim. Von er á frekari refsiaðgerðum frá Vesturlöndunum í dag en Evrópusambandið mun tilkynna fjórða refsiaðgerðarpakka sinn í dag. Við fylgjumst með nýjustu vendingum í vaktinni hér á Vísi. Italy s financial police (@GDF) has just frozen SY A - a sailing yacht worth ~ 530m located in the Port of Trieste. The yacht could be linked indirectly to Andrey Igorevich Melnichenko - an individual in the EU sanctions list. pic.twitter.com/fRg6ZTIQRH— Ferdinando Giugliano (@FerdiGiugliano) March 12, 2022
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Ítalía Evrópusambandið Tengdar fréttir Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31 Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42 Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Fleiri fréttir „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Sjá meira
Lúxussnekkjan kveður Ísland Lúxussnekkjan Sailing Yacht A sem vakið hefur talsverða athygli víðs vegar um land síðustu vikur, hefur nú siglt á brott og er leiðinni haldið til Gíbraltar. 19. júní 2021 22:31
Lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra í Reykjavíkurhöfn Tvær lúxussnekkjur rússneskra auðjöfra eru nú í Reykjavíkurhöfn. Þar er annars vegar komin snekkjan Sailing Yacht A, sem komið hefur víða við á landinu síðustu vikur, og hins vegar glæsifleyið Le Grand Bleu. 6. júní 2021 18:42
Ein stærsta lúxussnekkja heims á Akureyri Ein stærsta snekkja í heimi, sem ber nafnið Sailing Yacht A og er í eigu rússneska auðjöfursins Andrey Melnichenko, sigldi inn Eyjafjörð í kvöld og er stödd við Akureyri. Að því er greint er frá á akureyri.net í kvöld verður snekkjan í Krossanesvíkinni á næstunni, jafnvel í einhverjar vikur. 14. apríl 2021 22:19