Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Atli Ísleifsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. mars 2022 14:50 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“, aðspurður um erfiða stöðu á spítulum landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. Þetta segir Willum Þór í samtali við fréttastofuna aðspurður um stöðuna á heilbrigðisstofnunum landsins. Hundrað sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. „En það skal alveg viðurkennt að auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni en þetta er tímabundinn kúfur og ef við horfum til annarra þjóða, sem hafa aflétt að fullu, þá er þetta svipuð staða. Stutt tímabil sem þarf að fara í gegnum,“ segir Willum. Sjá má viðtalið við Willum í heild sinni í spilaranum að neðan. Þarf að losa um flæðið Síðustu mánuði hefur mikið verið fjallað um alvarlega stöðu á bráðadeild Landspítalans þar sem álag hefur verið mikið á starfsfólk og erfiðlega hefur gengið að útskrifa sjúklinga. „Það þarf losa um flæðið á spítalanum og það er viðvarandi verkefni,“ segir Willum. „Það hefur flækt eilítið stöðuna eru víðtæk smit. Við höfum notað Vífilsstaði, Landakot, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun. Við höfum verið með bakvarðasveit hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks. Við þurfum í raun að treysta, sem hingað til, á þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu.“ Engar samkomutakmarkanir Aðspurður um hvort að staðan á spítalanum réttlæti að grípa aftur til samkomutakmarkana segir Willum að slíkar ráðstafanir myndu teljast langt umfram meðalhóf og skila mjög takmörkuðum árangri. Reynslan erlendis frá sýni það og útbreiðslan sé það mikil. Hann segir að frekar skuli leggja áherslu á persónulegar sóttvarnir fólks. „Það sem flækir stöðuna í jafn mikilli útbreiðslu og nú er, er að smit eru að koma upp inni á heilbrigðisstofnunum. Við upplifum það að einhverju leyti í samfélaginu að Covid er að einhverju leyti frá, en það er alls ekki þannig inni á heilbrigðisstofnunum. Þetta er kúfur sem við þurfum að komast í gegnum. Við treystum á góða bólusetningarstöðu. Við höfum bætt mönnunina með breytingu á vaktaskipulagi og greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag, en nú er þetta [Covid-smit] bara inni á öllum heilbrigðisstofnunum og því er erfiðara að nýta mannskap á milli stofnana. En ég bind vonir við að við förum í gegnum þetta. Útsjónarsemi Covid-göngudeildarinnar er hluti af þessu, en þetta er búið að vera mikið álag á heilbrigðisstofnanirnar en ég bind nú vonir við að þetta fari nú að hjaðna,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Þetta segir Willum Þór í samtali við fréttastofuna aðspurður um stöðuna á heilbrigðisstofnunum landsins. Hundrað sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. „En það skal alveg viðurkennt að auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni en þetta er tímabundinn kúfur og ef við horfum til annarra þjóða, sem hafa aflétt að fullu, þá er þetta svipuð staða. Stutt tímabil sem þarf að fara í gegnum,“ segir Willum. Sjá má viðtalið við Willum í heild sinni í spilaranum að neðan. Þarf að losa um flæðið Síðustu mánuði hefur mikið verið fjallað um alvarlega stöðu á bráðadeild Landspítalans þar sem álag hefur verið mikið á starfsfólk og erfiðlega hefur gengið að útskrifa sjúklinga. „Það þarf losa um flæðið á spítalanum og það er viðvarandi verkefni,“ segir Willum. „Það hefur flækt eilítið stöðuna eru víðtæk smit. Við höfum notað Vífilsstaði, Landakot, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun. Við höfum verið með bakvarðasveit hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks. Við þurfum í raun að treysta, sem hingað til, á þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu.“ Engar samkomutakmarkanir Aðspurður um hvort að staðan á spítalanum réttlæti að grípa aftur til samkomutakmarkana segir Willum að slíkar ráðstafanir myndu teljast langt umfram meðalhóf og skila mjög takmörkuðum árangri. Reynslan erlendis frá sýni það og útbreiðslan sé það mikil. Hann segir að frekar skuli leggja áherslu á persónulegar sóttvarnir fólks. „Það sem flækir stöðuna í jafn mikilli útbreiðslu og nú er, er að smit eru að koma upp inni á heilbrigðisstofnunum. Við upplifum það að einhverju leyti í samfélaginu að Covid er að einhverju leyti frá, en það er alls ekki þannig inni á heilbrigðisstofnunum. Þetta er kúfur sem við þurfum að komast í gegnum. Við treystum á góða bólusetningarstöðu. Við höfum bætt mönnunina með breytingu á vaktaskipulagi og greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag, en nú er þetta [Covid-smit] bara inni á öllum heilbrigðisstofnunum og því er erfiðara að nýta mannskap á milli stofnana. En ég bind vonir við að við förum í gegnum þetta. Útsjónarsemi Covid-göngudeildarinnar er hluti af þessu, en þetta er búið að vera mikið álag á heilbrigðisstofnanirnar en ég bind nú vonir við að þetta fari nú að hjaðna,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Mest lesið Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Deilt um verðhækkanir Veitna Innlent Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Innlent Íslendingur handtekinn á EM Innlent Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Erlent Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Innlent Hljóp á sig Innlent Fleiri fréttir Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sjá meira
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00