Tímabundinn kúfur sem þarf að komast í gegnum Atli Ísleifsson og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 11. mars 2022 14:50 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“, aðspurður um erfiða stöðu á spítulum landsins. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir erfiða stöðu á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum vegna fjölgunar sjúklinga með Covid-19 vera kúf sem komast þurfi í gegnum. Sem hingað til þurfi að treysta á „þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu“. Þetta segir Willum Þór í samtali við fréttastofuna aðspurður um stöðuna á heilbrigðisstofnunum landsins. Hundrað sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. „En það skal alveg viðurkennt að auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni en þetta er tímabundinn kúfur og ef við horfum til annarra þjóða, sem hafa aflétt að fullu, þá er þetta svipuð staða. Stutt tímabil sem þarf að fara í gegnum,“ segir Willum. Sjá má viðtalið við Willum í heild sinni í spilaranum að neðan. Þarf að losa um flæðið Síðustu mánuði hefur mikið verið fjallað um alvarlega stöðu á bráðadeild Landspítalans þar sem álag hefur verið mikið á starfsfólk og erfiðlega hefur gengið að útskrifa sjúklinga. „Það þarf losa um flæðið á spítalanum og það er viðvarandi verkefni,“ segir Willum. „Það hefur flækt eilítið stöðuna eru víðtæk smit. Við höfum notað Vífilsstaði, Landakot, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun. Við höfum verið með bakvarðasveit hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks. Við þurfum í raun að treysta, sem hingað til, á þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu.“ Engar samkomutakmarkanir Aðspurður um hvort að staðan á spítalanum réttlæti að grípa aftur til samkomutakmarkana segir Willum að slíkar ráðstafanir myndu teljast langt umfram meðalhóf og skila mjög takmörkuðum árangri. Reynslan erlendis frá sýni það og útbreiðslan sé það mikil. Hann segir að frekar skuli leggja áherslu á persónulegar sóttvarnir fólks. „Það sem flækir stöðuna í jafn mikilli útbreiðslu og nú er, er að smit eru að koma upp inni á heilbrigðisstofnunum. Við upplifum það að einhverju leyti í samfélaginu að Covid er að einhverju leyti frá, en það er alls ekki þannig inni á heilbrigðisstofnunum. Þetta er kúfur sem við þurfum að komast í gegnum. Við treystum á góða bólusetningarstöðu. Við höfum bætt mönnunina með breytingu á vaktaskipulagi og greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag, en nú er þetta [Covid-smit] bara inni á öllum heilbrigðisstofnunum og því er erfiðara að nýta mannskap á milli stofnana. En ég bind vonir við að við förum í gegnum þetta. Útsjónarsemi Covid-göngudeildarinnar er hluti af þessu, en þetta er búið að vera mikið álag á heilbrigðisstofnanirnar en ég bind nú vonir við að þetta fari nú að hjaðna,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Þetta segir Willum Þór í samtali við fréttastofuna aðspurður um stöðuna á heilbrigðisstofnunum landsins. Hundrað sjúklingar eru nú inniliggjandi með Covid-19 á Landspítalanum og öðrum heilbrigðisstofnunum á landinu. „En það skal alveg viðurkennt að auðvitað hefur maður áhyggjur af stöðunni en þetta er tímabundinn kúfur og ef við horfum til annarra þjóða, sem hafa aflétt að fullu, þá er þetta svipuð staða. Stutt tímabil sem þarf að fara í gegnum,“ segir Willum. Sjá má viðtalið við Willum í heild sinni í spilaranum að neðan. Þarf að losa um flæðið Síðustu mánuði hefur mikið verið fjallað um alvarlega stöðu á bráðadeild Landspítalans þar sem álag hefur verið mikið á starfsfólk og erfiðlega hefur gengið að útskrifa sjúklinga. „Það þarf losa um flæðið á spítalanum og það er viðvarandi verkefni,“ segir Willum. „Það hefur flækt eilítið stöðuna eru víðtæk smit. Við höfum notað Vífilsstaði, Landakot, hjúkrunarheimili, heimahjúkrun. Við höfum verið með bakvarðasveit hjúkrunarfræðinga og heilbrigðisstarfsfólks. Við þurfum í raun að treysta, sem hingað til, á þolgæði okkar takmarkaða mannauðs í heilbrigðiskerfinu.“ Engar samkomutakmarkanir Aðspurður um hvort að staðan á spítalanum réttlæti að grípa aftur til samkomutakmarkana segir Willum að slíkar ráðstafanir myndu teljast langt umfram meðalhóf og skila mjög takmörkuðum árangri. Reynslan erlendis frá sýni það og útbreiðslan sé það mikil. Hann segir að frekar skuli leggja áherslu á persónulegar sóttvarnir fólks. „Það sem flækir stöðuna í jafn mikilli útbreiðslu og nú er, er að smit eru að koma upp inni á heilbrigðisstofnunum. Við upplifum það að einhverju leyti í samfélaginu að Covid er að einhverju leyti frá, en það er alls ekki þannig inni á heilbrigðisstofnunum. Þetta er kúfur sem við þurfum að komast í gegnum. Við treystum á góða bólusetningarstöðu. Við höfum bætt mönnunina með breytingu á vaktaskipulagi og greiðslur fyrir viðbótarvinnuframlag, en nú er þetta [Covid-smit] bara inni á öllum heilbrigðisstofnunum og því er erfiðara að nýta mannskap á milli stofnana. En ég bind vonir við að við förum í gegnum þetta. Útsjónarsemi Covid-göngudeildarinnar er hluti af þessu, en þetta er búið að vera mikið álag á heilbrigðisstofnanirnar en ég bind nú vonir við að þetta fari nú að hjaðna,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49 Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Sjúklingar þurft að bíða á börum inni í sjúkrabílum Mjög alvarleg staða er á bráðamóttöku Landspítalans, sem að stórum hluta má rekja til hinnar gríðarlegu útbreiðslu Covid á landinu nú, að sögn yfirlæknis. Sjúklingar hafa neyðst til að bíða í sjúkrabílum eftir þjónustu og þá er mörgum sinnt á göngum spítalans, sem yfirlæknir segir algjörlega óásættanlegt. 11. mars 2022 13:49
Hundrað manns á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 Alls eru hundrað manns nú inniliggjandi á sjúkrahúsum landsins með Covid-19 og hafa aldrei verið fleiri. 2.656 greindust með Covid-19 í gær, ýmist í hraðprófum eða þá PCR-prófum. 11. mars 2022 12:00