Myndband sýnir ótrúlegt umfang flóða í Ástralíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 15:03 Unnið er að því að meta skemmdir. Lisa Maree Williams/Getty Images) Minnst tuttugu eru látin í Ástralíu í gríðarlegum flóðum sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales og Queensland. Myndbönd hafa verið birt sem sýna glögglega hversu umfangsmikil flóðin hafa verið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow. Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow.
Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent