Myndband sýnir ótrúlegt umfang flóða í Ástralíu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 15:03 Unnið er að því að meta skemmdir. Lisa Maree Williams/Getty Images) Minnst tuttugu eru látin í Ástralíu í gríðarlegum flóðum sem geisað hafa í Nýju Suður-Wales og Queensland. Myndbönd hafa verið birt sem sýna glögglega hversu umfangsmikil flóðin hafa verið. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow. Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, sagði í gær að lýst yrði yfir neyðarástandi í allri Ástralíu vegna flóðanna, sem hann sagði vera atburð sem gerðist mögulega einu sinni á fimm hundruð ára fresti. Það gerir það að verkum að stjórnvöld geta nýtt hermenn til að aðstoða. Veðurfræðingar segja að flóðin megi ekki síst rekja til loftslagsbreytinga og La Nina veðurfyrirbrigðisins sem myndast þegar sterkir vindar ýta heitum yfirborðssjónum í Kyrrahafi frá Suður-Ameríku og í áttina að Indónesíu. Í stað heita sjávarins kemur kaldari sjór og þá aukast líkurnar á regni, fellibyljum og kaldari lofthita. Fóru gjörsamlega á kaf Ástandið hefur verið verst í Queensland og Nýju-Suður Wales. Myndband sem Uppbyggingarstofnun Queensland birti á Twitter í vikunni sýnir glögglega umfang flóðanna. These flood monitoring cameras demonstrate the extent of the rainfall and just how quickly waters rose, causing major damage during the recent #seqfloods 😮 pic.twitter.com/56CnQfuHp0— Queensland Reconstruction Authority (@QReconstruction) March 8, 2022 Myndbandið er klippt saman úr myndbrotum sem berast frá myndavélum sem vakta flóðasvæði sérstaklega og voru tekin upp í febrúar og mars. Á myndbandinu má sjá hvernig svæði fara gjörsamlega á flot á um einum sólahring. Í upphafi myndbandsins má til að mynda sjá brú yfir læk sem breytist hreinlega í stöðuvatn með þeim afleiðingum að brúin fer nokkurra metra á kaf. „Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn“ Íbúar á flóðasvæðunum hafa gagnrýnt viðbrögð stjórnvalda sem þeir segja hafa brugðist hægt og illa við neyðarástandinu sem skapast hefur af völdum úrhellisins. Á vef Sydney Morning Herald er rætt við lækni að nafni Cam Hollows, sem starfar á flóðasvæðunum. Í greininnni er hann mjög gagnrýnin á viðbrögð stjórnvalda og skort þeirra á undirbúningi. Hollows starfar í bænum Coraki í Nýju Suður-Wales. Bærinn liggur við Richmond á sem óx gríðarlega í flóðunum. Í venjulegu árferði er áin um einn metri að dýpt en á dögunum óx hún svo gríðarlega að dýptin var mæld átta metra. „Ég man að ég hugsaði: Við þurfum ekki herinn, við þurfum sjóherinn,“ skrifar Hollow.
Loftslagsmál Veður Ástralía Náttúruhamfarir Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Launaði neitun á gistingu með löðrungi Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Fleiri fréttir Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Sjá meira