Hleypa lofti úr dekkjum í skjóli nætur í þágu loftslagsbaráttu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. mars 2022 11:22 Mynd sem hópurinn birti á dögunum þar sem sjá má félagsmann skera á dekk jepplings. Tyre Estinghuisers Hópur breskra aðgerðasinna í loftslagsmálum hefur gripið til þeirra ráða að hleypa lofti úr dekkjum hundruð jeppa og jepplinga í stórborgum Bretlands. Hópurinn vill útrýma slíkum bílum á þéttbýlum svæðum. Á ensku nefnist hópurinn Tyre extinguisher sem er leikur að enska orðinu fyrir slökkvitæki (Fire extinguisher). Á heimasíðu hópsins segir að markmið hans sé einfalt. Að gera að ómögulegt að eiga fyrirferðamikla jeppa og jepplinga á þéttbýlum svæðum í Bretlandi. Telur hópurinn að slíkir bílar eigi ekkert erindi á þessum svæðum. Vinsældir jepplinga aukist mikið Fjallað var um hópinn á BBC í vikunni þar sem greint var frá því að skorið hafi verið á dekk fjölmargra jeppa og jepplinga í London. Aðferðin er ekki flókin. Meðlimir hópsins fara í skjóli nætur um hverfi stórborga og hleypa lofti úr dekkjum fyrirferðarmikilla jeppa og jepplinga sem verða á vegi þeirra. Skilinn er eftir miði þar sem ástæða dekkjaástungunnar er útskýrð. Meðlimir hópsins virðast vera dreifðir um allt Bretland en á Twitter-síðu hans kemur fram að skorið hafi verið á dekk í hverfum London, Liverpool, Edinborg í Skotlandi, Brighton og víðar. TYRES DEFLATED ON HUNDREDS OF SUVs OVERNIGHT IN 13+ UK LOCATIONS AS DEMANDS FOR CLIMATE ACTION GROWSUVs ‘disarmed’ last night in Chelsea, Chiswick, Harley Street, Hampstead Heath, Notting Hill, Belgravia, Clapham, Brighton, Bristol, Cambridge, Sheffield, Liverpool and Edinburgh. pic.twitter.com/zeUjTEdIJu— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 Segist hópurinn vera að verja sig gegn loftlagsbreytingum, mengun og ökumönnum sem hagi sér án ábyrgðar í umferðinni. Jepplingar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og bílaframleiðendur lagt æ meira púður í að framleiða slíka bíla. Árið 2018 var hins greint frá því að vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Markmið hópsins er sem fyrr segir að gera eigendum slíkra bíla erfiðara um vik. Concerned citizens deflated tyres on 100s of SUVs across the UK last night, in the first action in a new wave of climate protest. The Tyre Extinguishers, is a new movement springing up across the country, encouraging people to take action against urban SUVs. pic.twitter.com/tVOTsvOzcf— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 „Við erum að gera þetta vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn hafa ekki verndað okkur gegn þessum risabílum. Það hata þá allir, nema þeir sem keyra þessa bíla,“ segir á vef hópsins. „Við viljum búa í bæum og borgum með hreinu lofti og öruggum strætum. Að biðja fallega um það hefur ekki virkað, það er tími aðgerða.“ Uppfært - Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að meðlimir hópsins skæru á dekkin. Það er ekki rétt, þess í stað er loftinu hleypt úr dekkjunum. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira
Á ensku nefnist hópurinn Tyre extinguisher sem er leikur að enska orðinu fyrir slökkvitæki (Fire extinguisher). Á heimasíðu hópsins segir að markmið hans sé einfalt. Að gera að ómögulegt að eiga fyrirferðamikla jeppa og jepplinga á þéttbýlum svæðum í Bretlandi. Telur hópurinn að slíkir bílar eigi ekkert erindi á þessum svæðum. Vinsældir jepplinga aukist mikið Fjallað var um hópinn á BBC í vikunni þar sem greint var frá því að skorið hafi verið á dekk fjölmargra jeppa og jepplinga í London. Aðferðin er ekki flókin. Meðlimir hópsins fara í skjóli nætur um hverfi stórborga og hleypa lofti úr dekkjum fyrirferðarmikilla jeppa og jepplinga sem verða á vegi þeirra. Skilinn er eftir miði þar sem ástæða dekkjaástungunnar er útskýrð. Meðlimir hópsins virðast vera dreifðir um allt Bretland en á Twitter-síðu hans kemur fram að skorið hafi verið á dekk í hverfum London, Liverpool, Edinborg í Skotlandi, Brighton og víðar. TYRES DEFLATED ON HUNDREDS OF SUVs OVERNIGHT IN 13+ UK LOCATIONS AS DEMANDS FOR CLIMATE ACTION GROWSUVs ‘disarmed’ last night in Chelsea, Chiswick, Harley Street, Hampstead Heath, Notting Hill, Belgravia, Clapham, Brighton, Bristol, Cambridge, Sheffield, Liverpool and Edinburgh. pic.twitter.com/zeUjTEdIJu— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 Segist hópurinn vera að verja sig gegn loftlagsbreytingum, mengun og ökumönnum sem hagi sér án ábyrgðar í umferðinni. Jepplingar hafa notið mikilla vinsælda á undanförnum árum og bílaframleiðendur lagt æ meira púður í að framleiða slíka bíla. Árið 2018 var hins greint frá því að vinsældir jepplinganna þýða að hægar gengur að draga úr eldsneytiseyðslu bifreiða en áður og þar með úr losun þeirra á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Markmið hópsins er sem fyrr segir að gera eigendum slíkra bíla erfiðara um vik. Concerned citizens deflated tyres on 100s of SUVs across the UK last night, in the first action in a new wave of climate protest. The Tyre Extinguishers, is a new movement springing up across the country, encouraging people to take action against urban SUVs. pic.twitter.com/tVOTsvOzcf— The Tyre Extinguishers (@T_Extinguishers) March 8, 2022 „Við erum að gera þetta vegna þess að ríkisstjórnin og stjórnmálamenn hafa ekki verndað okkur gegn þessum risabílum. Það hata þá allir, nema þeir sem keyra þessa bíla,“ segir á vef hópsins. „Við viljum búa í bæum og borgum með hreinu lofti og öruggum strætum. Að biðja fallega um það hefur ekki virkað, það er tími aðgerða.“ Uppfært - Í fyrstu útgáfu þessarar fréttar stóð að meðlimir hópsins skæru á dekkin. Það er ekki rétt, þess í stað er loftinu hleypt úr dekkjunum. Beðist er velvirðingar á þessari rangfærslu.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Sjá meira