Þorir ekki á flótta með níræða ömmu sína Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 8. mars 2022 08:00 Anastasiaa bendir á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia Komlikova ákvað að halda kyrru fyrir í Úkraínu þegar sprengjuregnið hófst aðfararnótt fimmtudagsins 24. febrúar því hún taldi víst að amma hennar myndi ekki þola ferðalagið að landamærunum. Fjöldi frétta hefur á síðustu dögum borist af Úkraínumönnum sem flúðu stríðið. Leiðin að landamærunum ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að taka langan tíma en leiðin er torsótt þegar mörg hundruð þúsund manns reyna að flýja á sama tíma. Margir gáfust upp á bílaröðinni og héldu að landamærunum fótgangandi. Líf Anastasiiu hefur gerbreyst frá innrásinni. Hún, eiginmaður hennar og 8 ára dóttir þeirra vöknuðu skelfingu lostin við sprengjuhvelli þegar Rússar hófu árásir sínar. Þau þurftu að flýja heimilið í Brovary þegar í stað en Brovary tilheyrir umdæmi Kænugarðs. Anastasiia heldur til í litlu þorpi í Úkraínu ásamt stórfjölskyldu hennar en þar á meðal er níræð amma hennar. Anastasiia vildi síður segja hvar hún er niðurkomin af ótta við hugsanlegar afleiðingar síðar meir. Anastasiia segir að flótti úr landi verði þeirra síðasta úrræði. „Ég heyri ekki lengur í sprengjunum á staðnum sem við dveljum á núna en við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég er kvíðin. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar minnar heldur líka allra hinna,“ sagði Anastasiia í samtali við fréttastofu. Líf Anastasiiu hverfist að mörgu leyti um tónlist. Hún er tónskáld, með doktorspróf í tónlist og er framkvæmdastjóri listahóps sem kallast Kalyna. Innan hópsins eru kórsöngvarar, ballettdansarar og sinfóníuhljómsveit. Hún hefur miklar áhyggjur af samstarfsfólki sínu því hópurinn tvístraðist á fyrstu dögum stríðsins. „Um helmingur listahópsins Kalyna varð eftir í Kænugarði. Ég veit til þess að tveir úr hópnum hafa verið fastir í fimm daga á landsvæðum þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn. Hjartað brestur þegar ég hugsa um þau.“ Anastasiia var spurð hvers konar aðstoð frá Íslendingum yrði þýðingarmest fyrir úkraínsku þjóðina. Það stóð ekki á svörum. Úkraínska þjóðin væri hjálpar þurfi á flestum sviðum. Hún sagði að það mikilvægasta sem væri hægt að gera fyrir Úkraínu væri að þrýsta á Atlantshafsbandalagið um að koma á flugbanni yfir Úkraínu en framkvæmdastjóri þess hefur þegar sagt að það komi ekki til greina því slíkt útspil myndi hafa í för með sér enn meiri hörmungar. Anastasiia sagði að það væri brýnt að tala sem oftast um stríðið og að halda íslenskum stjórnvöldum við efnið. Þá segir hún að rödd Íslands innan NATÓ sé mikilvæg og að Íslendingar eigi að nýta hana. Þá benti hún á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia biðlaði að lokum til Evrópubúa um að láta sig málið varða. „Við þurfum á aðstoð Evrópu að halda. Geriði það, stöðvið þetta.“ Hún sagðist enn binda vonir við að „hinn heilbrigði hugur“ vinni á endanum og að komið verði í veg fyrir stríðið. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Fjöldi frétta hefur á síðustu dögum borist af Úkraínumönnum sem flúðu stríðið. Leiðin að landamærunum ætti undir venjulegum kringumstæðum ekki að taka langan tíma en leiðin er torsótt þegar mörg hundruð þúsund manns reyna að flýja á sama tíma. Margir gáfust upp á bílaröðinni og héldu að landamærunum fótgangandi. Líf Anastasiiu hefur gerbreyst frá innrásinni. Hún, eiginmaður hennar og 8 ára dóttir þeirra vöknuðu skelfingu lostin við sprengjuhvelli þegar Rússar hófu árásir sínar. Þau þurftu að flýja heimilið í Brovary þegar í stað en Brovary tilheyrir umdæmi Kænugarðs. Anastasiia heldur til í litlu þorpi í Úkraínu ásamt stórfjölskyldu hennar en þar á meðal er níræð amma hennar. Anastasiia vildi síður segja hvar hún er niðurkomin af ótta við hugsanlegar afleiðingar síðar meir. Anastasiia segir að flótti úr landi verði þeirra síðasta úrræði. „Ég heyri ekki lengur í sprengjunum á staðnum sem við dveljum á núna en við vitum ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér. Ég er kvíðin. Ég hef ekki aðeins áhyggjur af öryggi fjölskyldunnar minnar heldur líka allra hinna,“ sagði Anastasiia í samtali við fréttastofu. Líf Anastasiiu hverfist að mörgu leyti um tónlist. Hún er tónskáld, með doktorspróf í tónlist og er framkvæmdastjóri listahóps sem kallast Kalyna. Innan hópsins eru kórsöngvarar, ballettdansarar og sinfóníuhljómsveit. Hún hefur miklar áhyggjur af samstarfsfólki sínu því hópurinn tvístraðist á fyrstu dögum stríðsins. „Um helmingur listahópsins Kalyna varð eftir í Kænugarði. Ég veit til þess að tveir úr hópnum hafa verið fastir í fimm daga á landsvæðum þar sem hvorki er rennandi vatn né rafmagn. Hjartað brestur þegar ég hugsa um þau.“ Anastasiia var spurð hvers konar aðstoð frá Íslendingum yrði þýðingarmest fyrir úkraínsku þjóðina. Það stóð ekki á svörum. Úkraínska þjóðin væri hjálpar þurfi á flestum sviðum. Hún sagði að það mikilvægasta sem væri hægt að gera fyrir Úkraínu væri að þrýsta á Atlantshafsbandalagið um að koma á flugbanni yfir Úkraínu en framkvæmdastjóri þess hefur þegar sagt að það komi ekki til greina því slíkt útspil myndi hafa í för með sér enn meiri hörmungar. Anastasiia sagði að það væri brýnt að tala sem oftast um stríðið og að halda íslenskum stjórnvöldum við efnið. Þá segir hún að rödd Íslands innan NATÓ sé mikilvæg og að Íslendingar eigi að nýta hana. Þá benti hún á að þörf sé á alls konar nauðsynjavörum til handa þeim sem hafa flúið. Flestir hafi flúið heimili sín og að aleigan rúmist nú í einum bakpoka. Anastasiia biðlaði að lokum til Evrópubúa um að láta sig málið varða. „Við þurfum á aðstoð Evrópu að halda. Geriði það, stöðvið þetta.“ Hún sagðist enn binda vonir við að „hinn heilbrigði hugur“ vinni á endanum og að komið verði í veg fyrir stríðið.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46 Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent Fleiri fréttir Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Sjá meira
Vaktin: Úkraínuher segir verulega hafa hægt á sókn Rússa en harðir bardagar standa enn yfir Rússar hafa hótað að skrúfa fyrir gasútflutning til Evrópu en Evrópuríkin, Bandaríkin og Japan íhuga nú að hætta að kaupa olíu frá Rússlandi. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu. 8. mars 2022 06:46