Íslenski boltinn

Gunnar Heiðar tekur við Vestra

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Gunnar Heiðar Þorvarldsson tekur við þjálfun Vestra.
Gunnar Heiðar Þorvarldsson tekur við þjálfun Vestra. Norrköping

Vestri frá Ísafirði hefur ráðir Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem þjálfara liðsins fyrir komandi átök í Lengjudeild karla í fótbolta.

Frá þessu er greint á heimasíðu Vestra, en Gunnar þjálfaði KFS í þriðju deildinni á seinasta tímabili. Gunnar tekur við af Jóni Þór Haukssyni sem var ráðinn til ÍA í lok janúar.

Stjórn Vestra lýsir yfir mikilli ánægju með ráðninguna og telur að Gunnar sé einmitt sá karakter sem félaginu vantar og var í leit að," segir á heimasíðu Vestra.

„Stjórn Vestra sendir þakkir til KFS fyrir að leyfa Gunnari að taka við þessu starfi. Gunnar Heiðar sem er fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í knattspyrnu, er 39 ára og kemur frá Vestmannaeyjum."

Gunnar Heiðar lék á löngum atvinnumannaferli með liðum á borð við Hacken, Hannover, Vålerenga, Fredrikstad, Esbjerg, Norrköping og Konyaspor í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×