Viðræður Rússa og Úkraínumanna halda áfram á mánudag Smári Jökull Jónsson skrifar 5. mars 2022 17:46 Hér má sjá rússneska hermenn, sem fangaðir voru af Úkraínumönnum, svara spurningum á blaðamannafundi Interfax. Friðarviðræður þjóðanna halda áfram á mánudag. Vísir/AP Þriðji fundur Rússa og Úkraínumanna um mögulegan frið á svæðinu verður haldinn á mánudaginn. Vólódómír Selenskí, forseti Úkraínu, biðlaði eftir frekari aðstoð Bandaríkjanna á fundi með öldungadeildaþingmönnum í dag. Selenskí bauð öllum hundrað öldungadeildaþingmönnum Bandaríkjanna á Zoom-fund í dag þar sem hann óskaði eftir frekari aðstoð við að verja land sitt gegn innrás Rússa. Meðal þess sem hann óskaði eftir voru fleiri flugvélar og drónar. Leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana eru að vinna í tíu milljarða dollara fjárhagsaðstoð til Úkraínu. Einnig er möguleiki á því að stríðsflugvélar verði sendar til átakanna í gegnum önnur lönd. Þingmaður Demókrata, Chris Van Hollen, skrifaði á Twitter að Nato ætti umsvifalaust að senda stríðsvélar frá Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu til Úkraínu. Vesturlönd hafa hingað til ekki tekið undir óskir Selenskí forseta um að koma á flugbanni yfir Úkraínu enda hafa Rússar sagt að slík ákvörðun væri stríðsyfirlýsing á hendur Rússa. „Ég ásamt öðrum staðfestum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræddum möguleikann á frekari aðstoð til félaga okkar í baráttu sinni fyrir frelsi. Augu allra eru á Úkraínu á meðan þeir verja lýðræðið,“ skrifaði demókratinn Jeanne Shaheen. Þá tilkynnti David Arakhamiya, samningamaður Úkraínumanna, að frekari viðræður um frið myndu halda áfram á mánudag en þetta kemur fram í frétt Reuters. Á fimmtudag var samþykkt að opna útgönguleiðir úr borgum í Úkraínu svo almenningur gæti yfirgefið bardagasvæði. Fólksflutningarnir hafa þó ekki gengið eins vel og vonast hafði verið. Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Rússland Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira
Selenskí bauð öllum hundrað öldungadeildaþingmönnum Bandaríkjanna á Zoom-fund í dag þar sem hann óskaði eftir frekari aðstoð við að verja land sitt gegn innrás Rússa. Meðal þess sem hann óskaði eftir voru fleiri flugvélar og drónar. Leiðtogar þingflokka Demókrata og Repúblikana eru að vinna í tíu milljarða dollara fjárhagsaðstoð til Úkraínu. Einnig er möguleiki á því að stríðsflugvélar verði sendar til átakanna í gegnum önnur lönd. Þingmaður Demókrata, Chris Van Hollen, skrifaði á Twitter að Nato ætti umsvifalaust að senda stríðsvélar frá Póllandi, Rúmeníu og Slóvakíu til Úkraínu. Vesturlönd hafa hingað til ekki tekið undir óskir Selenskí forseta um að koma á flugbanni yfir Úkraínu enda hafa Rússar sagt að slík ákvörðun væri stríðsyfirlýsing á hendur Rússa. „Ég ásamt öðrum staðfestum stuðning Bandaríkjanna við Úkraínu og ræddum möguleikann á frekari aðstoð til félaga okkar í baráttu sinni fyrir frelsi. Augu allra eru á Úkraínu á meðan þeir verja lýðræðið,“ skrifaði demókratinn Jeanne Shaheen. Þá tilkynnti David Arakhamiya, samningamaður Úkraínumanna, að frekari viðræður um frið myndu halda áfram á mánudag en þetta kemur fram í frétt Reuters. Á fimmtudag var samþykkt að opna útgönguleiðir úr borgum í Úkraínu svo almenningur gæti yfirgefið bardagasvæði. Fólksflutningarnir hafa þó ekki gengið eins vel og vonast hafði verið.
Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Rússland Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Sjá meira