Elín Metta segir rangt að hún sé hætt Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 13:32 Elín Metta Jensen, til hægri á mynd, með hönd á Íslandsmeistarabikarnum sem hún landaði með Val á síðustu leiktíð. vísir/hulda margrét Landsliðskonan Elín Metta Jensen segir ekki rétt að hún sé hætt í fótbolta. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að svo stöddu. Í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football var það fullyrt að Elín Metta hefði lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum þáttarins. Besti leikmaður Bestu deildar kvenna er hætt samkvæmt heimildum Dr. Football. Enski boltinn og Barca fyrirferðamiklir í þætti dagsins.https://t.co/JOzIdK99pM— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 4, 2022 „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ sagði Elín Metta þegar Vísir bar þetta undir hana en vildi ekki svara frekari spurningum. Elín Metta, sem samhliða fótboltanum hefur verið í læknisnámi, er samningsbundin Val út þessa leiktíð. Hún hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi, Bestu deildarinnar eins og hún heitir nú, og er í 10. sæti yfir flest mörk skoruð frá upphafi í deildinni, með 125 mörk í 167 leikjum. Meiddist þegar Valur varð Íslandsmeistari Elín Metta, sem er nýorðin 27 ára gömul, er jafnframt í 10. sæti yfir flest mörk skoruð fyrir íslenska landsliðið en hún hefur gert 16 mörk í 58 A-landsleikjum. Íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í sumar og á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl. Elín Metta kom inn á í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu nú í vetur en var ekki með Val gegn Þrótti á þriðjudaginn í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Síðustu leiktíð hjá Elínu Mettu lauk fyrr en ella vegna meiðsla, eða 25. ágúst, þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Tindastóli þar sem hún skoraði eitt markanna. Í þeim leik meiddist hún í hné, eftir að hafa glímt við kálfameiðsli um tíma skömmu áður. Besta deild kvenna Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football var það fullyrt að Elín Metta hefði lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum þáttarins. Besti leikmaður Bestu deildar kvenna er hætt samkvæmt heimildum Dr. Football. Enski boltinn og Barca fyrirferðamiklir í þætti dagsins.https://t.co/JOzIdK99pM— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 4, 2022 „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ sagði Elín Metta þegar Vísir bar þetta undir hana en vildi ekki svara frekari spurningum. Elín Metta, sem samhliða fótboltanum hefur verið í læknisnámi, er samningsbundin Val út þessa leiktíð. Hún hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi, Bestu deildarinnar eins og hún heitir nú, og er í 10. sæti yfir flest mörk skoruð frá upphafi í deildinni, með 125 mörk í 167 leikjum. Meiddist þegar Valur varð Íslandsmeistari Elín Metta, sem er nýorðin 27 ára gömul, er jafnframt í 10. sæti yfir flest mörk skoruð fyrir íslenska landsliðið en hún hefur gert 16 mörk í 58 A-landsleikjum. Íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í sumar og á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl. Elín Metta kom inn á í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu nú í vetur en var ekki með Val gegn Þrótti á þriðjudaginn í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Síðustu leiktíð hjá Elínu Mettu lauk fyrr en ella vegna meiðsla, eða 25. ágúst, þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Tindastóli þar sem hún skoraði eitt markanna. Í þeim leik meiddist hún í hné, eftir að hafa glímt við kálfameiðsli um tíma skömmu áður.
Besta deild kvenna Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann