Elín Metta segir rangt að hún sé hætt Sindri Sverrisson skrifar 4. mars 2022 13:32 Elín Metta Jensen, til hægri á mynd, með hönd á Íslandsmeistarabikarnum sem hún landaði með Val á síðustu leiktíð. vísir/hulda margrét Landsliðskonan Elín Metta Jensen segir ekki rétt að hún sé hætt í fótbolta. Hún vill að öðru leyti ekki tjá sig um sögusagnir þess efnis að svo stöddu. Í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football var það fullyrt að Elín Metta hefði lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum þáttarins. Besti leikmaður Bestu deildar kvenna er hætt samkvæmt heimildum Dr. Football. Enski boltinn og Barca fyrirferðamiklir í þætti dagsins.https://t.co/JOzIdK99pM— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 4, 2022 „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ sagði Elín Metta þegar Vísir bar þetta undir hana en vildi ekki svara frekari spurningum. Elín Metta, sem samhliða fótboltanum hefur verið í læknisnámi, er samningsbundin Val út þessa leiktíð. Hún hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi, Bestu deildarinnar eins og hún heitir nú, og er í 10. sæti yfir flest mörk skoruð frá upphafi í deildinni, með 125 mörk í 167 leikjum. Meiddist þegar Valur varð Íslandsmeistari Elín Metta, sem er nýorðin 27 ára gömul, er jafnframt í 10. sæti yfir flest mörk skoruð fyrir íslenska landsliðið en hún hefur gert 16 mörk í 58 A-landsleikjum. Íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í sumar og á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl. Elín Metta kom inn á í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu nú í vetur en var ekki með Val gegn Þrótti á þriðjudaginn í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Síðustu leiktíð hjá Elínu Mettu lauk fyrr en ella vegna meiðsla, eða 25. ágúst, þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Tindastóli þar sem hún skoraði eitt markanna. Í þeim leik meiddist hún í hné, eftir að hafa glímt við kálfameiðsli um tíma skömmu áður. Besta deild kvenna Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira
Í nýjasta hlaðvarpsþætti Dr. Football var það fullyrt að Elín Metta hefði lagt skóna á hilluna samkvæmt heimildum þáttarins. Besti leikmaður Bestu deildar kvenna er hætt samkvæmt heimildum Dr. Football. Enski boltinn og Barca fyrirferðamiklir í þætti dagsins.https://t.co/JOzIdK99pM— Dr. Football Podcast (@drfootballpod) March 4, 2022 „Stutta svarið er nei, ég er ekki hætt í fótbolta,“ sagði Elín Metta þegar Vísir bar þetta undir hana en vildi ekki svara frekari spurningum. Elín Metta, sem samhliða fótboltanum hefur verið í læknisnámi, er samningsbundin Val út þessa leiktíð. Hún hefur verið einn albesti leikmaður efstu deildar hér á landi, Bestu deildarinnar eins og hún heitir nú, og er í 10. sæti yfir flest mörk skoruð frá upphafi í deildinni, með 125 mörk í 167 leikjum. Meiddist þegar Valur varð Íslandsmeistari Elín Metta, sem er nýorðin 27 ára gömul, er jafnframt í 10. sæti yfir flest mörk skoruð fyrir íslenska landsliðið en hún hefur gert 16 mörk í 58 A-landsleikjum. Íslenska landsliðið leikur í lokakeppni EM í sumar og á fyrir höndum mikilvæga leiki í undankeppni HM í apríl. Elín Metta kom inn á í þremur leikjum í Reykjavíkurmótinu nú í vetur en var ekki með Val gegn Þrótti á þriðjudaginn í fyrsta leik í Lengjubikarnum. Síðustu leiktíð hjá Elínu Mettu lauk fyrr en ella vegna meiðsla, eða 25. ágúst, þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Tindastóli þar sem hún skoraði eitt markanna. Í þeim leik meiddist hún í hné, eftir að hafa glímt við kálfameiðsli um tíma skömmu áður.
Besta deild kvenna Valur EM 2021 í Englandi Mest lesið „Gífurlega tilfinningaþrungið“ fyrir sænsku stjörnuna Handbolti „Ég er eiginlega farinn að hata smá Dag Sigurðsson“ Handbolti „Miklu betra lið en Króatía“ Handbolti Hneig niður á sviðinu eftir að hafa náð vigt Sport „Eitt besta lið í heimi“ Handbolti Svíþjóð - Ísland | Allt undir á útivelli Handbolti Sú besta í heimi er ólétt Sport Mismælti sig harkalega í beinni útsendingu Handbolti Danskur landsliðsmaður greindist með krabbamein Körfubolti „Hann er örugglega góður pabbi“ Handbolti Fleiri fréttir Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Sjá meira