Erlent

Lík­lega gífur­legt högg fyrir rúss­neska herinn

Samúel Karl Ólason og Eiður Þór Árnason skrifa
Andrei Sukhovetsky er mikilsvirtur í heimalandinu. 
Andrei Sukhovetsky er mikilsvirtur í heimalandinu.  Getty/Sergei Malgavko

Úkraínumenn eru sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja í Úkraínu. Andrei Sukhovetsky mun hafa barist í Georgíu, Téténíu, Sýrlandi og tekið þátt í innrás Rússa í Krímskaga 2014.

Fregnir um dauða Sukhovetsky hafa verið á kreiki í morgun en blaðamaður Radio Free Europe segist hafa fengið þær staðfestar frá samstarfsmanni herforingjans. Newsweek greinir sömuleiðis frá falli herforingjans og byggir á fréttum úkraínskra miðla sem vísa í færslu frá Sergei Chipilev, samstarfsmanni Sukhovetsky, á samfélagsmiðlinum VKontakte. 

Þar segist hann hafa frétt af því að vinur sinn Andrei Aleksandrovich Sukhovetsky hafi fallið á úkraínsku landsvæði þar sem hann tók þátt í sérstakri hernaðaraðgerð. 

Sérfræðingar segja að ef þetta reynist rétt sé um gífurlegt högg fyrir rússneska herinn að ræða enda hafi Sukhovetsky verið mjög reynslumikill og margsinnis verið heiðraður fyrir störf sín í hernum. Meðal annars fékk hann eina orðu fyrir „endurheimtu Krímskaga.“

Rússneskir miðlar á borð við Lenta.ru og Komsomolskaya Pravda hafa sömuleiðis greint frá dauða Sukhovetsky.

Hægt er að fylgjast með nýjustu vendingum í stríði Rússa og Úkraínu í vaktinni á Vísi.


Tengdar fréttir

Vaktin: Sagðir hafa fellt háttsettan rússneskan herforingja

Vísir heldur áfram að fylgjast með þróun mála í Úkraínu, þar sem rússneski herinn hefur markvisst beint sjónum sínum að mikilvægum innviðum síðasta sólahringinn. Margir Úkraínumenn eru nú án vatns, rafmagns og hita og fjöldi heimila hefur verið eyðilagður.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×