Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 2. mars 2022 09:52 Vladimír Pútín Rússlandsforseti er sagður bæði einangraður og með ofsóknaræði. AP/Alexei Nikolsky Starfsmenn leyniþjónusta í Bandaríkjunum og Evrópu vinna hörðum höndum þessa dagana að því að átta sig á hugarástandi Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sú mynd sem hefur verið teiknuð upp af honum er að hann virðist einangraður og treysti á smáan hóp ráðgjafa sem hafi ekki sagt honum sannleikann um það hversu erfitt Rússum er að reynast að sigra Úkraínu. Pútín er talinn með mikið ofsóknaræði og er sagður vanmeta samkennd andstæðinga sinna og er óttast að hann muni bregðast harkalega við, verði hann málaður út í horn. Sá ótti hefur leitt til þess að undanfarna daga hafa ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu ítrekað sagt opinberlega að Atlantshafsbandalagið muni ekki grípa inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Ráðgjafar hafi gefið Pútín rangar upplýsingar Samkvæmt frétt Washington Post jukust áhyggjur ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu verulega þegar Pútín setti kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu. Þá fóru þeir að kalla eftir frekari upplýsingum um hugarástand forsetans rússneska. Fyrir innrásina í Úkraínu sögðu leyniþjónustur í Bandaríkjunum og Bretlandi að ráðgjafar Pútíns væru að gefa honum rangar upplýsingar um hversu auðvelt það yrði fyrir Rússland að sigra Úkraínu. Einn heimildarmaður Washington Post frá Evrópu sagði Pútín ekki í góðu ástandi. Hann öskraði mikið á starfsfólk sitt og innrásin væri langt á eftir áætlun. „Þetta er hættulegur tími fyrir Pútín,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann sagði að ef Pútín heyrði af því að NATO væri að íhuga að loka lofthelginni yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa beðið um, myndi Pútín rakleiðis hugsa um Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu sem var drepinn af uppreisnarmönnum árið 2011. Það var eftir að NATO lokaði lofthelgi Líbíu og gerði loftárásir gegn her einræðisherrans og er það talið hafa leitt til falls hans. Segir innrásina munu verða grimmilegri Þá muni það reynast Rússum mjög erfitt að hernema Úkraínu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, telur það bæði vegna stærðar landsins og fjölda landsmanna, sem muni veita harða mótspyrnu. Það er þá sem mannfallið mun fara að taka sinn toll, segir Wallace. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að hernema Úkraínu, heldur koma fasískum öflum frá. Hins vegar er óljóst hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, þar sem Úkraínumenn eru alfarið á móti afskiptum Rússa og líklegir til að velja sér nýja ráðamenn þegar innrásarherinn er á brott. Þá telur Wallace að áhlaup Rússa verði grimmilegra eftir því sem á líður. Hann sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fengið sínu framgengt og hefði brugðist við með því að umkringja borgir og ráðast gegn þeim á næturnar. Hann myndi að lokum freista þess að brjóta alla andspyrnu á bak aftur og ráðast inn í borgirnar. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55 Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Sú mynd sem hefur verið teiknuð upp af honum er að hann virðist einangraður og treysti á smáan hóp ráðgjafa sem hafi ekki sagt honum sannleikann um það hversu erfitt Rússum er að reynast að sigra Úkraínu. Pútín er talinn með mikið ofsóknaræði og er sagður vanmeta samkennd andstæðinga sinna og er óttast að hann muni bregðast harkalega við, verði hann málaður út í horn. Sá ótti hefur leitt til þess að undanfarna daga hafa ráðamenn í vesturveldunum svokölluðu ítrekað sagt opinberlega að Atlantshafsbandalagið muni ekki grípa inn í átökin í Úkraínu með beinum hætti. Ráðgjafar hafi gefið Pútín rangar upplýsingar Samkvæmt frétt Washington Post jukust áhyggjur ráðamanna í Bandaríkjunum og Evrópu verulega þegar Pútín setti kjarnorkuvopnasveitir sínar í viðbragðsstöðu. Þá fóru þeir að kalla eftir frekari upplýsingum um hugarástand forsetans rússneska. Fyrir innrásina í Úkraínu sögðu leyniþjónustur í Bandaríkjunum og Bretlandi að ráðgjafar Pútíns væru að gefa honum rangar upplýsingar um hversu auðvelt það yrði fyrir Rússland að sigra Úkraínu. Einn heimildarmaður Washington Post frá Evrópu sagði Pútín ekki í góðu ástandi. Hann öskraði mikið á starfsfólk sitt og innrásin væri langt á eftir áætlun. „Þetta er hættulegur tími fyrir Pútín,“ sagði heimildarmaðurinn. Hann sagði að ef Pútín heyrði af því að NATO væri að íhuga að loka lofthelginni yfir Úkraínu, eins og Úkraínumenn hafa beðið um, myndi Pútín rakleiðis hugsa um Moammar Gaddafi, einræðisherra Líbíu sem var drepinn af uppreisnarmönnum árið 2011. Það var eftir að NATO lokaði lofthelgi Líbíu og gerði loftárásir gegn her einræðisherrans og er það talið hafa leitt til falls hans. Segir innrásina munu verða grimmilegri Þá muni það reynast Rússum mjög erfitt að hernema Úkraínu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra Bretlands, telur það bæði vegna stærðar landsins og fjölda landsmanna, sem muni veita harða mótspyrnu. Það er þá sem mannfallið mun fara að taka sinn toll, segir Wallace. Rússar segjast ekki hafa í hyggju að hernema Úkraínu, heldur koma fasískum öflum frá. Hins vegar er óljóst hvernig þeir sjá framhaldið fyrir sér, þar sem Úkraínumenn eru alfarið á móti afskiptum Rússa og líklegir til að velja sér nýja ráðamenn þegar innrásarherinn er á brott. Þá telur Wallace að áhlaup Rússa verði grimmilegra eftir því sem á líður. Hann sagði í samtali við útvarpsstöðina LBC að Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði ekki fengið sínu framgengt og hefði brugðist við með því að umkringja borgir og ráðast gegn þeim á næturnar. Hann myndi að lokum freista þess að brjóta alla andspyrnu á bak aftur og ráðast inn í borgirnar.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Tengdar fréttir Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55 Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49 Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22 Mest lesið Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Innlent Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott Innlent Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Vildi sannfæra þjóðina um árangur sinn Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hélt sína fyrstu stefnuræðu fyrir báðar deildar Bandaríkjaþings í nótt. Þar hét Biden því að halda aftur af innrás Rússa í Úkraínu, koma böndum á verðbólgu í Bandaríkjunum og kveða niður kórónuveiruna. 2. mars 2022 08:55
Vaktin: Pútín sagður einangraður og með ofsóknaræði Rúm vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. 2. mars 2022 06:49
Hart barist í Karkív eftir að rússneskar hersveitir lenda í borginni Rússneskar hersveitir lentu í Karkív um klukkan 3 í nótt og harðir bardagar standa nú yfir milli þeirra og úkraínska hersins. Úkraínsk yfirvöld greindu frá því í nótt að ráðist hefði verið á hersjúkrahús í borginni og að bardagar hefðu brotist út á milli „innrásarhermanna og úkraínskra varnaraðila“. 2. mars 2022 06:22