Vaktin: Ísland á meðal ríkja sem vísa meintum stríðsglæpum Rússa til rannsóknar Alþjóðasakamáladómstólsins Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 2. mars 2022 06:49 Úkraínskir hermenn undirbúa varnir Kænugarðs. Diego Herrera/Europa Press via Getty Images) Vika er liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar heldur áfram að fylgjast með þróun mála í vaktinni hér fyrir neðan. Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Staðan á sjöunda degi innrásarinnar: Harðir bardagar standa yfir í borginni Kharkív eftir að rússneskar hersveitir lentu þar í nótt. Rússar hafa verið sakaðir um að gera loftárásir á almenna borgara. Hin 64 kílómetra langa hergagnalest Rússa stefnir enn í átt að Kænugarði. Harðir bardagar geisa einnig í og við Mariupol í suðurhluta landsins þar sem Rússar segjast hafa náð tökum á borginn Kherson. Hlutabréfamarkaður Moskvu er enn lokaður, þriðja daginn í röð. Miðlurum hefur verið bannað að fara að óskum erlendra viðskiptavina sem vilja selja bréf sín í rússneskum fyrirtækjum. Úkraínumenn segjast hafa stöðvað tilraun til að ráða forseta Úkraínu af dögum. Frekari viðræður milli Rússa og Úkraínumanna fara mögulega fram í dag. Ráðamenn í Evrópu og Bandaríkjunum reyna að átta sig á hugarástandi Pútíns, sem sagður er einangraður og með ofsóknaræði. Sérfræðingar og ráðamenn átta sig ekki á því hvar rússneski flugherinn er. Joe Biden Bandaríkjaforseti sagði í stefnuræðu sinni í nótt að Vladimir Pútín Rússlandsforseti verði látinn gjalda fyrir aðgerðir sínar gegn Úkraínu. Biden sagði söguna hafa kennt okkur að þegar einræðisherrar væru ekki látnir sæta ábyrgð, héldu þeir áfram að valda ringulreið. Alexei Navalní hefur kallað eftir umfangsmiklum mótmælum í Rússlandi. Evrópusambandið boðar hertar refsiaðgerðir gegn Hvíta-Rússlandi vegna aðkomu þeirra að innrásinni. Yfirvöld í Úkraínu segja minnst tvö þúsund almenna borgara hafa fallið í árásum Rússa frá upphafi innrásarinnar. Dagurinn í dag er sá versti frá því að stríðið byrjaði. Harðir bardagar hafa verið háðir í Kharkív, Kherson og Mariupol og ekkert lát á stórskota og eldflaugaárásum Rússa. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti síðdegis harðorða ályktun þar sem innrásin var fordæmd og þess krafist að rússneskt herlið yrði dregið til baka. Ísland var á meðal þeirra þjóða sem lagði ályktunina fram. Alþjóðasakamáladómstóllinn hefur hafið rannsókn á meintum stríðsglæpum Rússa í Úkraínu eftir að 38 ríki, þar á meðal Ísland, vísuðu slíkum málum til dómstólsins. Hér má sjá kort af Úkraínu og nokkrum af stærstu borgum landsins. Hér má finna vakt gærdagsins, 1. mars.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent