Vaktin: Allt stefnir í aðra erfiða nótt Eiður Þór Árnason, Samúel Karl Ólason, Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 26. febrúar 2022 07:37 Rússar hafa náð yfirráðum á Melitopol. AP Photo/Emilio Morenatti Rússneskar hersveitir segjast hafa náð yfirráðum í borginni Melitopol í suðausturhluta Úkraínu. Melitopol er fyrsta stóra borgin, utan þeirra sem eru á yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austri, sem fellur í hendur Rússa. Varnarmálaráðherra Breta segir þessar fregnir þó ekki réttar. Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Árás Rússa á úkraínskar borgir hélt þá áfram í alla nótt og beittu þeir til þess bæði eldflaugum sem skotið var úr herflugvélum og af skipum þeirra, sem eru við strendur Úkraínu í Svartahafi. Hart var barist í Kænugarði í nótt. Borgarstjóri Kænugarðs segir 35 almenna borgara, þar af tvö börn, hafa særst í átökunum í nótt. Fram kemur í tilkynningu frá rússneska varnarmálaráðuneytinu í morgun að rússneskar hersveitir hafi náð að skjóta á hundruði hernaðarbygginga og -innviða og eyðilagt nokkrar þotur og tugi skriðdreka og annarra herbifreiða úkraínska hersins. Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvatti þá úkraínska herinn í gær að steypa Vólódómír Selenskíj, forseta Úkraínu, af stóli og taka sjálfur völd. Pútín hvatti herinn að sjá sjálfur um að semja um frið. Pútín hefur undanfarnar vikur krafist þess að Atlantshafsbandalagið hætti útrás sinni til austurs og þess að Úkraína fái ekki möguleika á að ganga til liðs við bandalagið. Pútín hefur á síðustu dögum gert ljóst að hann telji Úkraínu ekki réttmætt ríki og í langri ræðu sem hann flutti á mánudaginn, þegar hann opinberaði að hann hefði viðurkennt sjálfstæði Luhansk og Donetsk og skrifað undir varnarsáttmála við leiðtoga héraðanna, sagði forsetinn að það hefðu verið mikil mistök að aðskilja Úkraínu frá Rússlandi við fall Sovétríkjanna. Undanfarna tvo sólarhringa hafa hundruð verið handtekin í Rússlandi eftir að mótmæli brutust þar víða út vegna innrásarinnar. Lögreglan hefur handtekið minnst 2.692 mótmælendur, samkvæmt eftirliti OVD-Info, en flestir voru handteknir í Moskvu og Sankti Pétursborg. Þetta er það sem við vitum núna: Barist er í suður-, austur- og vesturhluta Kænugarðs. Borgarstjóri Kænugarðs sagði í tilkynningu í morgun að minnst 35 almennir borgarar, þar af tvö börn, hafi særst í átökum næturinnar. Internetsamband er víða mjög stopult í Úkraínu eftir að Rússar réðust á marga helstu innviði í Úkraínu í nótt. Úkraínsk yfirvöld segja að meira en þúsund rússneskir hermenn hafi fallið í bardögum. Rússar hafa þó ekki birt um það opinberar tölur. Sameinuðu þjóðirnar segja 25 almenna borgara hafa fallið og 102 hafa særst (þessar tölur hafa ekki verið uppfærðar af SÞ eftir nóttina). Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna telur að allt að fimm milljónir manna þurfi að flýja heimili sín vegna átakanna. Meira en hundrað þúsund hafa flúið heimili sín í dag. Bensín-, seðla- og sjúkravöruskortur hefur gert fólki erfitt fyrir. Rússar segjast hafa náð yfirráðum í fyrstu stóru borginni utan þeirra sem eru á valdi aðskilnaðarsinna í Austur-Úkraínu. Varnarmálaráðherra Breta hefur þó sagt að þetta sé ekki rétt og á það eftir að skýrast frekar. Leiðtogar Póllands, Litháen og Þýskalands munu hittast í Berlín í dag til að ræða frekari viðskiptaþinganir gegn Rússum. Vopn frá Frökkum, Þjóðverjum og Nato eru á leið til Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur fyrirskipað utanríkisáðuneyti sínu að gefa Úkraínu 350 milljónir Bandaríkjadala í hernaðaraðstoð.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira