Stjórnvöld hvetja íbúa til að berjast gegn Rússum með bensínsprengjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 08:52 Slökkviliðsmenn slökkva eld í íbúðabyggingu í Kænugarði sem varð fyrir flugskeyti í dag. Getty/Pierre Crom Rússneski herinn er nú kominn inn í Obolon-hverfið í Kænugarði, um níu kílómetra norður af þinghúsinu í miðborg Kænugarðs. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt íbúa til að berjast gegn innrásarhernum, meðal annars með því að útbúa bensínsprengjur. Sprengingar og skothljóð heyrast í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt AFP sem vísar í Twitter-færslu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu. Áður höfðu úkraínskir ráðamenn spáð því að Rússar myndu gera skriðdrekaárás á borgina í dag. „Almenningur reynir nú að komast í öruggt skjól og heyra má skothljóð og sprengjur í Obolonsky hverfinu. Heyra má stærri sprengingarnar í miðborginni,“ segir í frétt AFP. Rússneskar hersveitir komu að borgarmörkunum í gær þegar þyrlusveitir reyndu að ná yfirráðum á nálægum flugvelli. „Við hvetjum almenning til að láta okkur vita af ferðum innrásarhersins, að búa til Molotov kokteila og reyna að stöðva óvininn,“ segir í tilkynningu úkraínska yfirvalda. . ! « », ! - ! !— Defence of Ukraine (@DefenceU) February 25, 2022 Eftir nokkurra klukkustunda hvíld hófst árás Rússa aftur klukkan fjögur að staðartíma í nótt. Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa. Þá gaf einn helsti ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins út í morgun að þeir sem „standi vörð um Kænugarð“ séu reiðubúnir með varnarkerfi gegn skriðdrekum sem Úkraínumenn hafi fengið frá erlendum samstarfsþjóðum. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira
Sprengingar og skothljóð heyrast í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt AFP sem vísar í Twitter-færslu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu. Áður höfðu úkraínskir ráðamenn spáð því að Rússar myndu gera skriðdrekaárás á borgina í dag. „Almenningur reynir nú að komast í öruggt skjól og heyra má skothljóð og sprengjur í Obolonsky hverfinu. Heyra má stærri sprengingarnar í miðborginni,“ segir í frétt AFP. Rússneskar hersveitir komu að borgarmörkunum í gær þegar þyrlusveitir reyndu að ná yfirráðum á nálægum flugvelli. „Við hvetjum almenning til að láta okkur vita af ferðum innrásarhersins, að búa til Molotov kokteila og reyna að stöðva óvininn,“ segir í tilkynningu úkraínska yfirvalda. . ! « », ! - ! !— Defence of Ukraine (@DefenceU) February 25, 2022 Eftir nokkurra klukkustunda hvíld hófst árás Rússa aftur klukkan fjögur að staðartíma í nótt. Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa. Þá gaf einn helsti ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins út í morgun að þeir sem „standi vörð um Kænugarð“ séu reiðubúnir með varnarkerfi gegn skriðdrekum sem Úkraínumenn hafi fengið frá erlendum samstarfsþjóðum. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Erlent Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Erlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Með óspektir og réðst á lögreglumann Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Fleiri fréttir Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Sjá meira