Stjórnvöld hvetja íbúa til að berjast gegn Rússum með bensínsprengjum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 25. febrúar 2022 08:52 Slökkviliðsmenn slökkva eld í íbúðabyggingu í Kænugarði sem varð fyrir flugskeyti í dag. Getty/Pierre Crom Rússneski herinn er nú kominn inn í Obolon-hverfið í Kænugarði, um níu kílómetra norður af þinghúsinu í miðborg Kænugarðs. Úkraínsk stjórnvöld hafa hvatt íbúa til að berjast gegn innrásarhernum, meðal annars með því að útbúa bensínsprengjur. Sprengingar og skothljóð heyrast í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt AFP sem vísar í Twitter-færslu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu. Áður höfðu úkraínskir ráðamenn spáð því að Rússar myndu gera skriðdrekaárás á borgina í dag. „Almenningur reynir nú að komast í öruggt skjól og heyra má skothljóð og sprengjur í Obolonsky hverfinu. Heyra má stærri sprengingarnar í miðborginni,“ segir í frétt AFP. Rússneskar hersveitir komu að borgarmörkunum í gær þegar þyrlusveitir reyndu að ná yfirráðum á nálægum flugvelli. „Við hvetjum almenning til að láta okkur vita af ferðum innrásarhersins, að búa til Molotov kokteila og reyna að stöðva óvininn,“ segir í tilkynningu úkraínska yfirvalda. . ! « », ! - ! !— Defence of Ukraine (@DefenceU) February 25, 2022 Eftir nokkurra klukkustunda hvíld hófst árás Rússa aftur klukkan fjögur að staðartíma í nótt. Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa. Þá gaf einn helsti ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins út í morgun að þeir sem „standi vörð um Kænugarð“ séu reiðubúnir með varnarkerfi gegn skriðdrekum sem Úkraínumenn hafi fengið frá erlendum samstarfsþjóðum. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Sjá meira
Sprengingar og skothljóð heyrast í norðurhluta borgarinnar. Þetta kemur fram í frétt AFP sem vísar í Twitter-færslu frá úkraínska varnarmálaráðuneytinu. Áður höfðu úkraínskir ráðamenn spáð því að Rússar myndu gera skriðdrekaárás á borgina í dag. „Almenningur reynir nú að komast í öruggt skjól og heyra má skothljóð og sprengjur í Obolonsky hverfinu. Heyra má stærri sprengingarnar í miðborginni,“ segir í frétt AFP. Rússneskar hersveitir komu að borgarmörkunum í gær þegar þyrlusveitir reyndu að ná yfirráðum á nálægum flugvelli. „Við hvetjum almenning til að láta okkur vita af ferðum innrásarhersins, að búa til Molotov kokteila og reyna að stöðva óvininn,“ segir í tilkynningu úkraínska yfirvalda. . ! « », ! - ! !— Defence of Ukraine (@DefenceU) February 25, 2022 Eftir nokkurra klukkustunda hvíld hófst árás Rússa aftur klukkan fjögur að staðartíma í nótt. Volódímír Selenskíj, forseti Úkraínu, hefur heitið því að halda kyrru fyrir í Kænugarði á meðan úkraínski herinn verst árásum Rússa. Þá gaf einn helsti ráðgjafi úkraínska innanríkisráðuneytisins út í morgun að þeir sem „standi vörð um Kænugarð“ séu reiðubúnir með varnarkerfi gegn skriðdrekum sem Úkraínumenn hafi fengið frá erlendum samstarfsþjóðum. Fylgjast má með nýjustu vendingum í Úkraínu í vaktinni á Vísi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Mest lesið Drengurinn fannst heill á húfi Innlent Leggja til breytingar á gatnamótum í kjölfar banaslyss Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Guðrún tilnefnir Ólaf Adolfsson sem formann þingflokksins Innlent Kjúklingaræktandi fær á baukinn en MAST líka Innlent Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent Hvirfilbylur við Vatnsleysuströnd Innlent Guðrún hrókerar í þingflokknum Innlent Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Erlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent Fleiri fréttir Fyrrverndi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Sjá meira
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent
Þyrla kölluð úr og ríflega hundrað björgunarsveitarmenn: Leita að týndum tólf ára dreng við Ölfusborgir Innlent