Öfgakenndum gróðureldum fjölgi um 50 prósent fyrir aldarlok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 11:49 Gróðureldum mun fjölga fyrir aldarlok ef ekkert breytist. Getty/Helen H. Richardson Öfgakenndir gróðureldar verða tíðari og þeim mun fjölga um 50 prósent fyrir lok þessarar aldar. Þetta kemur fram í nýrri skýrsu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir að hætta muni aukast á að gróðureldar geisi á norðurslóðum. Vísindamenn Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem eru á bak við skýrsluna, skilgreina öfgakennda gróðurelda sem stórbrotna elda sem hingað til hafi aðeins brunnið einu sinni á öld. Þeir segja þó að hækkandi hitastig jarðar og breytt landnotkun muni auka tíðni slíkra elda. Í skýrslunni kalla þeir eftir því að í stað þess að verja miklum fjármunum í að berjast við gróðurelda verði fjármunum varið í að koma í veg fyrir gróðurelda. Í skýrslunni segir að stórir gróðureldar, sem brenni í margar vikur samfleytt, séu að verða heitari og brenni lengur en áður á þeim stöðum þar sem þeir hafa kviknað í gegn um aldirnar. Nú séu gróðureldar hins vegar farnir að kvikna á norðurslóðum, á þornandi mómýrum og þiðnandi sífrerasvæðum. Öfgakenndum gróðureldum muni fjölga um 14 prósent fyrir árið 2030, miðað við tölur frá árunum 2010-2020. Aukningin geti numið 30 prósent árið 2050 og 50 prósent fyrir lok aldarinnar. Þrátt fyrir að skýrslan fjalli að mestu um öfgakennda elda telja höfundarnir að minni gróðureldum, sem ekki eru flokkaðir sem öfgakenndir, muni líka fjölga á meðan landnotkun breytist og fólki fjölgar. Það geti haft veruleg áhrif á loftslagsvána þar sem brunarnir muni auka magn kolefnis í andrúmsloftinu. Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira
Vísindamenn Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem eru á bak við skýrsluna, skilgreina öfgakennda gróðurelda sem stórbrotna elda sem hingað til hafi aðeins brunnið einu sinni á öld. Þeir segja þó að hækkandi hitastig jarðar og breytt landnotkun muni auka tíðni slíkra elda. Í skýrslunni kalla þeir eftir því að í stað þess að verja miklum fjármunum í að berjast við gróðurelda verði fjármunum varið í að koma í veg fyrir gróðurelda. Í skýrslunni segir að stórir gróðureldar, sem brenni í margar vikur samfleytt, séu að verða heitari og brenni lengur en áður á þeim stöðum þar sem þeir hafa kviknað í gegn um aldirnar. Nú séu gróðureldar hins vegar farnir að kvikna á norðurslóðum, á þornandi mómýrum og þiðnandi sífrerasvæðum. Öfgakenndum gróðureldum muni fjölga um 14 prósent fyrir árið 2030, miðað við tölur frá árunum 2010-2020. Aukningin geti numið 30 prósent árið 2050 og 50 prósent fyrir lok aldarinnar. Þrátt fyrir að skýrslan fjalli að mestu um öfgakennda elda telja höfundarnir að minni gróðureldum, sem ekki eru flokkaðir sem öfgakenndir, muni líka fjölga á meðan landnotkun breytist og fólki fjölgar. Það geti haft veruleg áhrif á loftslagsvána þar sem brunarnir muni auka magn kolefnis í andrúmsloftinu.
Loftslagsmál Umhverfismál Náttúruhamfarir Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Sjá meira