Vaktin: Innrás Rússlands í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 22. febrúar 2022 06:39 Rússneskir skriðdrekar í Roskov, nærri landamærum Úkraínu. EPA/YURI KOCHETKOV Vladimír Pútín, forseti Rússlands, bað í dag um, og fékk fljótt, formlegt leyfi til að beita hernum utan landamæra ríkisins. Það var degi eftir að hann sendi hermenn inn í austurhluta Úkraínu þar sem aðskilnaðarsinnar sem eru hliðhollir Rússlandi og studdir af Rússum, ráða ríkjum. Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Uppfært 16:50 Ráðamenn víða um heim hafa í dag fordæmt það að Pútín hafi viðurkennt sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk og sent herlið í formi friðargæsluliða inn fyrir landamæri ríkisins. Þjóðverjar riðu á vaðið í dag þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Bandaríkjamenn og aðrir hafa lengi verið gagnrýnir á þessar ætlanir Þjóðverja og Rússa á þeim grundvelli að leiðslan gerði Evrópu háða Rússum og að hún myndi auka völd Rússlands í Evrópu. Vilja formleg landamæri héraðanna Margir telja innrás „friðargæsluliðanna“ aðeins fyrsta skref í nýrri innrás Rússa í Úkraínu. Næst muni stjórnvöld í Kreml senda luhönskum og donetskum uppreisnarmönnum vopn og stuðning, sem muni aðeins dýpka gjána milli Rússa og vesturvelda. Sjá einnig: Sendir herlið inn í Úkraínu og ber fyrir sig friðargæslu Ráðamenn í Rússlandi höfðu fyrr í dag verið tvísaga um hvaða landamæri Luhansk og Dontesk Pútín og rússneska þingið hafi í raun samþykkt í gær. Ekki er ljóst hvort sjálfstæðisyfirlýsingarnar nái yfir núverandi landamæri aðskilnaðarsinna og Úkraínuhers eða formlegra landamæra. Eftir að aðskilnaðarsinnar tóku völdin í héruðunum árið 2014, tókst her Úkraínu að ná stórum hlutum þeirra til baka og þjarma þétt að aðskilnaðarsinnum. Hinum síðarnefndu tókst þó, með aðstoð Rússa, að stöðva sókn Úkraínuhers. Síðan þá hafa víglínurnar í Luhansk og Donetsk verið að mestu þær sömu. Úkraínuher stjórnar stórum svæðum innan formlegra landamæra Luhansk og Donetsk og þar eru fjölmennar borgir. ISW s map by @georgewbarros https://t.co/CsumfkZP6s pic.twitter.com/5OwnYMSflm— Jennifer Cafarella (@JennyCafarella) February 22, 2022 Í ávarpi sem Pútín hélt á fimmta tímanum í dag sagði hann að hin nýju ríki aðskilnaðarsinna ættu að fylgja formlegum landamærum héraðanna. Þá lagði Pútín til að ráðamenn í Úkraínu hættu að reyna að ganga til liðs við Atlantshafsbandalagið og lýstu yfir hlutleysi. Fordæmdi aðgerðir Rússa Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra hefur fordæmt aðgerðir Pútíns og segir þær einfaldlega ekki ásættanlegar. Hún segir viðurkenningu Rússa á sjálfstæði héraðanna Luhansk og Donetsk klárt brot á alþjóðalögum og landhelgi Úkraínu. Russia‘s recognition of Donetsk & Luhansk, under the threat of military incursion is a clear violation of international law & Ukraine‘s territorial integrity. This act is not acceptable. Russia must return to a path of diplomacy and honor its international commitments.— Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir (@thordiskolbrun) February 21, 2022 Í dag höfum við fylgst með gangi mála í Úkraínu í vaktinni hér að neðan og mun það halda áfram í kvöld.
Úkraína Rússland NATO Bandaríkin Bretland Hernaður Sameinuðu þjóðirnar Átök í Úkraínu Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent