Hafa setið föst á Hellisheiði í rúma sex tíma: „Við sitjum bara hérna og bíðum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 23:01 Hjónin Lilja og Valli sitja enn föst á Hellisheiðinni. Mynd/Aðsend Hjón frá Selfossi eru meðal þeirra sem hafa setið föst í bílaröð á Hellisheiði frá því síðdegis. Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílunum en röðin hefur ekki haggast frá því að veginum var lokað. Hjónin segja fólk þó lítið kippa sér upp við stöðuna og eru þau sjálf í góðu atlæti í bílnum sínum. Enn sitja margir fastir í bílum sínum á Hellisheiðinni og í Þrengslunum en vegunum var lokað vegna veðurs fyrr í dag. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að koma fólki af staðnum og í fjöldahjálpamiðstöð sem opnuð var fyrr í kvöld í Þorlákshöfn og í Hellisheiðavirkjun. Oddrún Lilja Birgisdóttir, kölluð Lilja, og maðurinn hennar, Valdimar Jónsson eða Valli eins og hann er kallaður, eru meðal þeirra sem eru nú föst á Hellisheiðinni. „Við sitjum bara hérna og bíðum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu en þau hjónin eru búsett á Selfossi og voru á leiðinni heim úr vinnu þegar þau festust. „Það fer alveg mjög vel um okkur, við erum hérna í bíl með nóg af olíu og erum bara að hlusta á Yrsu hljóðbók,“ segir hún enn fremur létt í bragði. Röðin ekki haggast Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílum sínum og bíða þau hjónin eftir að röðin komi að þeim en þau hafa setið föst í rúmar sex klukkustundir. „Þessi staður sem við erum á núna, hann er búinn að vera svona bara frá því klukkan fjögur. Við höfum eiginlega ekki haggast síðan,“ segir Lilja en þau eru við afleggjarann niður að Þrengslunum. Hún segir aðra ekki kippa sér mikið upp við stöðuna. „Í byrjun var fólk að reyna að halda rúðum auðum og geta fylgst með en fljótlega settust allir inn í bíl og hafa ekkert látið sjá sig síðan,“ segir hún og bætir við að helsta áskorunin sé skortur á salerni. „Maður nennir ekki út í kuldann,“ segir hún og hlær. Héldu að þau myndu sleppa Rauð veðurviðvörun tók gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa klukkan fimm í dag en Lilja segir að veginum hafi ekki verið lokað þegar þau lögðu af stað. „Við vorum aðallega bara hissa að það var ekki búið að loka heiðinni, við vissum náttúrlega að það væri að koma óveður en viðvörunin átti ekki að taka gildi fyrr en fimm og við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lilja og bætir við að eflaust hafi margir hugsað það sama. Þau gera ráð fyrir að þurfa að skilja bílinn eftir í nótt. „Það er alveg vitlaust veður enn þá, þannig að bílarnir eru ekkert að fara. Það verða örugglega ansi margir bílar hérna eftir uppi á heiði,“ segir Lilja. Þannig þið gerið ekki ráð fyrir að mæta í vinnuna á morgun? „Ætli við vinnum ekki bara heima á morgun,“ segir hún og hlær. Ölfus Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Enn sitja margir fastir í bílum sínum á Hellisheiðinni og í Þrengslunum en vegunum var lokað vegna veðurs fyrr í dag. Björgunarsveitir hafa verið kallaðar út til að koma fólki af staðnum og í fjöldahjálpamiðstöð sem opnuð var fyrr í kvöld í Þorlákshöfn og í Hellisheiðavirkjun. Oddrún Lilja Birgisdóttir, kölluð Lilja, og maðurinn hennar, Valdimar Jónsson eða Valli eins og hann er kallaður, eru meðal þeirra sem eru nú föst á Hellisheiðinni. „Við sitjum bara hérna og bíðum,“ segir Lilja í samtali við fréttastofu en þau hjónin eru búsett á Selfossi og voru á leiðinni heim úr vinnu þegar þau festust. „Það fer alveg mjög vel um okkur, við erum hérna í bíl með nóg af olíu og erum bara að hlusta á Yrsu hljóðbók,“ segir hún enn fremur létt í bragði. Röðin ekki haggast Björgunarsveitir vinna nú að því að ferja fólk úr bílum sínum og bíða þau hjónin eftir að röðin komi að þeim en þau hafa setið föst í rúmar sex klukkustundir. „Þessi staður sem við erum á núna, hann er búinn að vera svona bara frá því klukkan fjögur. Við höfum eiginlega ekki haggast síðan,“ segir Lilja en þau eru við afleggjarann niður að Þrengslunum. Hún segir aðra ekki kippa sér mikið upp við stöðuna. „Í byrjun var fólk að reyna að halda rúðum auðum og geta fylgst með en fljótlega settust allir inn í bíl og hafa ekkert látið sjá sig síðan,“ segir hún og bætir við að helsta áskorunin sé skortur á salerni. „Maður nennir ekki út í kuldann,“ segir hún og hlær. Héldu að þau myndu sleppa Rauð veðurviðvörun tók gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa klukkan fimm í dag en Lilja segir að veginum hafi ekki verið lokað þegar þau lögðu af stað. „Við vorum aðallega bara hissa að það var ekki búið að loka heiðinni, við vissum náttúrlega að það væri að koma óveður en viðvörunin átti ekki að taka gildi fyrr en fimm og við héldum að við myndum sleppa,“ segir Lilja og bætir við að eflaust hafi margir hugsað það sama. Þau gera ráð fyrir að þurfa að skilja bílinn eftir í nótt. „Það er alveg vitlaust veður enn þá, þannig að bílarnir eru ekkert að fara. Það verða örugglega ansi margir bílar hérna eftir uppi á heiði,“ segir Lilja. Þannig þið gerið ekki ráð fyrir að mæta í vinnuna á morgun? „Ætli við vinnum ekki bara heima á morgun,“ segir hún og hlær.
Ölfus Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48 Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17 Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47 Mest lesið Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Áhugasamir smalahundar á námskeiði Innlent Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Innlent Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Innlent Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Fleiri fréttir Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjá meira
Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 21. febrúar 2022 20:48
Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. 21. febrúar 2022 20:17
Búa sig undir aftakaveður: „Það má segja að við séum í ákveðnu formi“ Björgunarsveitir víða um land búa sig nú undir aftakaveður á öllu landinu en gular og appelsínugular viðvaranir hafa nú tekið gildi á suðvesturhorni landsins. Rauðar viðvaranir taka síðan gildi klukkan 19 á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa. 21. febrúar 2022 17:47