Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. febrúar 2022 20:17 Verkefnum mun eflaust fjölga þegar líða fer á kvöldið. Mynd/Þorsteinn Sigurbjörnsson/Björgunarsveitin Ársæll Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi. Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira
Um 200 björgunarsveitarmenn sinna nú verkefnum víðs vegar á landinu vegna óveðursins sem gengur nú yfir en björgunarsveitir hafa þurft að sinna rúmlega 70 verkefnun það sem af er kvöldi. „Verkefnin eru að tínast inn,“ segir Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, en hún segir að verkefnin séu að færast til. „Nú eru farin að aukast verkefni á Vesturlandi og von á að verkefnum fari að fjölga á Norðurkandi, það er eitthvað á Austurlandi líka, þannig það er nóg að gera.“ Meðal verkefna sem björgunarsveitarfólk hefur þurft að sinna í kvöld eru að losa fasta bíla en margir sátu til að mynda fastir á Hellisheiðinni og í Þrengslunum frá því að vegunum var lokað síðdegis. Ferðaþjónustufyrirtæki var meðal annars kallað út til aðstoðar vegna fastra bíla á Hellisheiðinni. „Ég held að það sé bara búið að leysa úr því öllu, ég var að tala við einn sem að var þar og þeir voru bara farnir í annað verkefni, þannig það er bara að klárast eða klárt,“ segi Karen. Þá eru björgunarsveitir að aðstoða við rýmingu á Patreksfirði en Veðurstofa Íslands hefur lýst yfir hættustigi vegna snjóflóðahættu á svæðinu og var því ákveðið að rýma átta hús. Veður fer einnig versnandi í Vestmannaeyjum þar sem mikið er um vatns- og foktjón. Að sögn Karenar eru björgunarsveitir nú helst að bregðast við aðkallandi verkefnum. „Þetta er í rauninni bara að bregðast við þegar það er kallað og stundum keyrir björgunarsveitarfólk fram á verkefnin þegar þau eru að fara úr einu verkefni í annað,“ segir Karen. Enn sem komið er hefur þeim ekki verið tilkynnt um nein slys. Rauðar viðvaranir vegna veðurs tóku gildi á höfuðborgarsvæðinu, Suðurlandi og Faxaflóa klukkan 19 en annars staðar á landinu eru ýmist appelsínugular eða gular viðvaranir í gildi. Klukkan ellefu í kvöld verða appelsínugular viðvaranir í gildi alls staðar á landinu, nema á Suðurlandi þar sem gul viðvörun tekur gildi.
Björgunarsveitir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Sjá meira