Ölfus

„Mjög skrítið að við séum ekki við þetta borð“
Forseti bæjarstjórnar Hveragerðisbæjar segir bæjarstjórn strax hafa óskað eftir samráði við Sveitarfélagið Ölfus í febrúar þegar bæjarstjórninni barst erindi bæjarstjóra Ölfus til Orkustofnunar um fyriræt. Málið varði hagsmuni Hvergerðinga umfram alla aðra.

Lét Hvergerðinga vita í febrúar
Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfus, segir erfitt að sitja undir ásökunum um að vilja ekki vinna með bæjarstjórninni í Hveragerði. Hann hafi sent Geir Sveinssyni, bæjarstjóra Hveragerðis, erindi um áform um rannsóknir á frekari virkjun í febrúar sem rætt hafi verið í bæjarráði Hveragerðis og samþykkt af bæjarstjórn í mars.

Hvergerðingar undrast yfirlýsingar nágranna sinna um virkjun
Bæjarstjórn Hveragerðisbæjar undrast hálýstar yfirlýsingar í fjölmiðlum um virkjanaáform í Ölfusdal og samstarf Orkuveitu Reykjavíkur, Sveitarfélagsins Ölfuss og Títans, án nokkurs samráðs eða aðkomu Hveragerðisbæjar. Forseti bæjarstjórnar segir áformin skerða lífsgæði, regluverkið sé þannig að bærinn hafi í raun ekkert um þetta að segja.

Hellisheiðinni lokað á morgun
Hellisheiðinni verður lokað tímabundið á morgun vegna malbiksviðgerða á veginum.

Snjóruðningstæki og fólksbíll skullu saman á Þrengslavegi
Snjóruðningstæki og fólksbíll rákust á, á Þrengslavegi og er fólksbíllinn mikið skemmdur. Ökumaður bílsins verður fluttur á slysadeild til skoðunar en áverkar hans eru taldir minniháttar að sögn varðstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.

Sækja um leyfi að uppbyggingu jarðhitavirkjunar í Ölfusdal
Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan tilkynntu í dag um áform um að sækja sameiginlega um rannsóknarleyfi með samstarf um nýtingu jarðhita í Ölfusdal í huga.

Bein útsending: Nýting á jarðhita í Ölfusdal
Orkuveita Reykjavíkur, sveitarfélagið Ölfus og Títan ásamt umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu boða til blaðamannafundar í Elliðaárstöð í dag.

Vegfarendur með slökkvitæki komu til bjargar
Eldur kviknaði í vélarrúmi bíls nærri Ingólfsfjalli á Suðurlandi í dag. Eldurinn náði þó ekki að dreifa sér þar sem vegfarendur sem voru með slökkvitæki bar að garði.

Aldan í Þorlákshöfn
Fyrir um 23 árum kynntist ég fyrst öldunum í Þorlákshöfn, þá nýgræðingur í sportinu og að stíga mínar fyrstu öldur. Þá voru nokkrar hræður farnar að prófa brimbretti á Íslandi. Svo flutti ég til Bandaríkjanna og byrjaði að brima á ströndum Los Angeles í Kaliforníu.

Um þriðjungur starfsfólks farinn heim til Póllands
Framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík segir helstu starfsemi hafa verið flutta annað. Stefnt sé að því að undirbúa húsin í Grindavík næstu viku fyrir vinnslu þegar leyfi fæst. Þriðjungur hefur yfirgefið landið. Hann segir starfsemina byrja aftur í Grindavík um leið og grænt ljós kemur.

Lífsfylling í stað landfyllingar í Þorlákshöfn
Í maí síðastliðnum handsalaði staðgengill bæjarstjóra í Ölfusi samkomulag við Embættilandlæknis um að Þorlákshöfn yrði nú formlega heilsueflandi samfélag. Það felur í sér að styðja samfélög í að skapa umhverfi sem stuðlar að aukinni heilsu og vellíðan íbúa og að ákvarðanir sveitarfélags séu teknar með þau markmið að leiðarljósi.

Skálað fyrir stóðhestinum Stála sem á tæplega 900 afkvæmi
Það var húllum hæ hjá stóðhestinum Stála frá Kjarri í Ölfusi um helgina þegar um þrjú hundruð manns mættu í afmælið hans. Stáli, sem er einn af þekktustu og bestu stóðhestum landsins á tæplega níu hundruð afkvæmi um allt land og er enn að fylja hryssur þrátt fyrir að vera orðin tuttugu og fimm vetra.

Flottustu torfærubílar landsins til sýnis um helgina
Allir af flottustu torfærubílum landsins verða til sýnis í Ölfushöllinni á Ingólfshvoli á milli Hveragerðis og Selfoss um helgina. Það er Torfæruklúbburinn, sem stendur að sýningunni.

Allsvakalegt laxadráp á veiðisvæði Iðu
Finnur Harðarson, umsjónarmaður Stóru Laxár, á í stökustu vandræðum með veiðimennskuna eins og hún er stunduð á Iðu I og Iðu II. Þar ríkir villta vestrið, að hans sögn.

Ósáttir aðventistar kæra stjórnina vegna námuvinnslu
Hluti safnaðar Kirkju sjöunda dags aðventista hefur sótt samtakastjórn kirkjunnar til saka fyrir að hafa farið út fyrir lögskipað hlutverk kirkjunnar með námarekstri. Þeir hafa kært til héraðsdóms Reykjavíkur.

Brimbrettafólk fjölmennti í Þorlákshöfn til að mótmæla
Hópur fólks, sem stundar brimbretti mætti á fund bæjarstjórnar Ölfuss nú síðdegis til að mótmæla fyrirhugaðri landfyllingu í höfninni í Þorlákshöfn, sem mun eyðileggja glæsilegustu brimbrettaöldu landsins og þó víðar væri leitað. Magnús Hlynur fylgdist með mótmælunum.

Ekkert bendi til þess að bandaríski auðkýfingurinn sé ökuníðingur
Ekkert bendir til þess að sjötugur bandarískur karlmaður, sem olli alvarlegu bílslysi í Ölfusi sumarið 2021, hafi keyrt of hratt eða óvarlega. Vitni að slysinu segir slysið hafa verið byggt á misskilningi á umferðarreglum. Sá bandaríski hafi ekki verið á hraðferð eins og fullyrt er í skaðabótakröfu.

Göngufólk villtist á Ingólfsfjalli
Í gærkvöldi barst björgunarsveitum beiðni um aðstoð frá fólki sem gengið hafði á Ingólfsfjall milli Hveragerðis og Selfoss, og villst. Niðamyrkur var komið og fólkið treysti sér ekki til að halda áfram.

Slösuð fyrir lífstíð eftir harkalegan árekstur í Ölfusi
Rúmlega sjötugur bandarískur karlmaður búsettur vestan hafs sætir ákæru fyrir að hafa sumarið 2021 ekið bíl Mazda CX-30 bíl í veg fyrir Chevrolet Malibu bíl á gatnamótum Eyrarbakkavegar og Þorlákshafnarvegar án þess að virða forgang sem gefin var til kynna með stöðvunarmerki.

Eigandi Bryggjunnar Brugghúss selur slotið og flytur í Ölfus
Jóel Salómon Hjálmarsson, einn af eigendum veitingastaðarins Bryggjan Brugghús, og eiginkona hans María Fortescue hafa sett glæsilegt raðhús sitt við Skeiðarvog í Reykjavík til sölu. Ásett verð fyrir eignina er 119,7 milljónir.

Tryggja skotíþróttum æfingasvæði á Álfsnesi út 2028
Skotíþróttum verður tryggt æfingasvæði á Álfsnesi út árið 2028. Starfshópur á vegum Reykjavíkur, Ölfus og Voga á að finna íþróttinni framtíðarstaðsetningu. Sautján staðsetningar eru til skoðunar, ekki eru allar innan Reykjavíkur.

Björgunarsveitir kallaðar út vegna fastra bíla
Fjöldi bíla er fastur í Hveradalabrekku á Suðurlandsvegi og í Þrengslum vegna færðar. Björgunarsveitir á Suðurlandi eru á leið á vettvang.

Fjöldi brimbrettaiðkenda mótmælti landfyllingum
Félagar í Brimbrettafélagi Íslands mótmæltu í dag landfyllingarframkvæmdum í höfninni í Þorlákshöfn sem hófust í morgun. Bæjarfulltrúi segir framkvæmdirnar ólölegar og lítur málið alvarlegum augum.

Ekki lengur hægt að kaupa bensín á Litlu kaffistofunni
Hætt hefur verið að selja bensín á Litlu kaffistofunni á Sandskeiði. Rúmlega 63 ára sögu bensínsölu þar er því lokið.

Félagið Icelandic Water endurgreiddi yfir þrjá milljarða til BlackRock
Útistandandi lán Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, við sjóði í stýringu BlackRock voru að hluta til greidd til baka þegar fjárhagur íslenska fyrirtækisins var endurskipulagður í byrjun sumar en þá nam skuld þess við bandaríska sjóðastýringarrisann samtals yfir 50 milljónum dala. Fyrirtækið tapaði um 22,5 milljónum dala í fyrra, lítillega meira en árið áður, og var eigið fé orðið neikvætt um síðustu áramót.

Skjálfti 3,2 að stærð við Geitafell
Skjálfti 3,2 að stærð varð við Geitafell, norðvestur af Þorlákshöfn, klukkan 20:49 í kvöld og hafa starfsmenn Veðurstofunnar fengið ábendingar um að fundist hafi fyrir skjálftanum bæði í Reykjavík og í Hveragerði.

Sjóðurinn IS Haf fjárfestir í Thor Landeldi og eignast yfir helmingshlut
Fjárfestingarsjóður sem einblínir á haftengda starfsemi hefur gengið frá samningum um fjárfestingu í Thor Landeldi sem mun tryggja honum yfir helmingshlut í eldisfyrirtækinu sem áformar uppbyggingu á tuttugu þúsund tonna laxeldi í Þorlákshöfn. Ásamt sjóðnum IS Haf munu reynslumiklir norskir fjárfestar úr laxeldi koma að fjárfestingunni.

Blackrock eignast yfir fimmtungshlut eftir niðurfellingu á milljarða skuldum
Bandaríski sjóðastýringarrisinn BlackRock eignaðist meira en fimmtungshlut af útgefnu almennu hlutafé Icelandic Water Holdings, sem starfrækir vatnsverksmiðju í Ölfusi, gegn eftirgjöf skulda upp á nærri fjóra milljarða þegar endurskipulagning á fjárhag íslenska fyrirtækisins var kláruð í sumar. BlackRock er í hópi ráðandi hluthafa sem geta beitt neitunarvaldi ef til stendur meðal annars að selja fyrirtækið eða gefa út nýja hluti sem verðmetur það á undir jafnvirði 25 milljarða króna.

Latur í Þorlákshöfn mun bjóða bæjarbúa og gesti velkomna
Bæjaryfirvöld í Ölfus hafa samþykkt að sögulegur steinn í Þorlákshöfn, sem kallaður er Latur og var lengi einn af siglingarmerkjum í bænum, verði fundinn nýr staður við innkomuna í bæinn og steininum þannig gert hærra undir höfði.

Gengið frá sölunni á Icelandic Glacial en feðgarnir áfram í stjórn
Gengið hefur verið frá kaupum hóps erlendra fjárfesta á nýju hlutafé í Icelandic Water Holdings þannig að hann eignist meirihluta í félaginu. Með kaupunum eykst eigið fé félagsins verulega.