Innlent

Gera ráð fyrir að allt að hundrað manns sitji fastir í Þrengslunum

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Bílar hafa setið fastir í Þrengslunum frá því fyrr í dag. 
Bílar hafa setið fastir í Þrengslunum frá því fyrr í dag. 

Margir sitja enn fastir í bílum sínum á Þrengslaveginum en fjöldahjálparstöð hefur nú verið opnuð í Grunnskólanum í Þorlákshöfn og verður fólk flutt þangað. Fyrr í dag voru farþegar í 70 manna rútu fluttir í fjöldahjálparstöð í Hellisheiðavirkjun. 

Lögreglan á Suðurlandi greinir frá því að þeir sem eru í bílum sem fastir eru á Þrengslaveginum verði fluttir í fjöldahjálparstöðuina en gert er ráð fyrir að allt að 100 manns sitji fastir. 

Fyrr í dag var fjöldahjálparstöð opnuð í Hellisheiðavirkjun þar sem flytja þurfti farþega í 70 manna rútu sem stöðvaðist í Hveradalabrekkunni. Var óskað eftir aðstoð ferðaþjónustufyrirtækis við að ferja þá farþega í fjöldahjálparstöðina. 

Þrengslunum var lokað fyrr í dag, ásamt Hellisheiðinni, en G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði það að mörgu leiti til hafa verið gert vegna fastra bíla. 

Björgunarsveitir hafa því verið að vinna að því að losa fasta bíla í nokkrar klukkustundir en verulega erfið veðurskilyrði eru nú á svæðinu. Rauð veðurviðvörun tók gildi á Suðurlandi, höfuðborgarsvæðinu og Faxaflóa klukkan 17. 

Karen Ósk Lárusdóttir, verkefnastjóri hjá Landsbjörgu, sagði í samtali við fréttastofu fyrr í kvöld að verkefnum björgunarsveitanna væri að fjölga en flest þeirra voru vegna fastra bíla, fok- eða vatnstjóns. 


Tengdar fréttir

Björgunarsveitir að störfum víða: „Verkefnin eru að tínast inn“

Það sem af er kvöldi hafa björgunarsveitir sinnt rúmlega 70 verkefnum víðs vegar um landið. Verkefnastjóri hjá Landsbjörgu segir að mest megnis sé um að ræða fok- og vatnsverkefni en einnig er mikið um fasta bíla. Hún segir verkefnin halda áfram að týnast inn og eru þau nú að aukast í fleiri landshlutum. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.