Veðurvaktin: Enn ein lægðin skellur með hvelli á landinu Eiður Þór Árnason og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 21. febrúar 2022 14:34 Enn ein lægðin skellur á landinu í kvöld. Vísir/Vilhelm Ríkislögreglustjóri hefur í samráði við alla lögreglustjóra ákveðið að lýsa yfir óvissustigi almannavarna vegna óveðurs frá klukkan 17 í dag. Hér í vaktinni að neðan verður hægt að nálgast allar nýjustu fréttir og upplýsingar af óveðrinu. Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þeim tíma og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Veðurstofa Íslands hefur fært veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Stutt frá síðasta óveðri Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan stormi eða roki 20 til 30 m/s. Þá má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu og getur snjórinn valdið ófærð á götum. Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Faxaflóa á meðan viðvörunin gildir. Einungis tvær vikur eru frá því að hættustigi almannavarna var lýst yfir vegna óveðurs um allt land og samhæfingarstöð virkjuð. Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.
Samhæfingarmiðstöð almannavarna verður starfrækt frá og með þeim tíma og fram til morguns. Talsverð hætta er á foktjóni auk þess sem samgöngur geta verið erfiðar um tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá ríkislögreglustjóra. Fólk er hvatt til þess að ganga vel frá lausum munum og verktakar beðnir að ganga vel frá framkvæmdasvæðum. Veðurstofa Íslands hefur fært veðurviðvörun sína upp á rautt fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflóa í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. Stutt frá síðasta óveðri Rauðu viðvaranirnar, sem eru þær alvarlegustu í viðvaranakerfi Veðurstofunnar, taka allar gildi klukkan 19 í kvöld, samkvæmt vef Veðurstofunnar. Þær gilda til 22:30 á höfuðborgarsvæðinu, 23 á Suðurlandi og 00:30 á Faxaflóa. Á höfuðborgarsvæðinu er spáð suðaustan stormi eða roki 20 til 30 m/s. Þá má gera ráð fyrir talsverðri rigningu eða snjókomu og getur snjórinn valdið ófærð á götum. Þá er ekkert ferðaveður á Suðurlandi og Faxaflóa á meðan viðvörunin gildir. Einungis tvær vikur eru frá því að hættustigi almannavarna var lýst yfir vegna óveðurs um allt land og samhæfingarstöð virkjuð. Almannavarnir geta virkjað þrjú stig í áætlun sinni: Óvissustig, hættustig og svo neyðarstig. Hægt er að fylgjast með framvindu veðursins á vef Veðurstofu Íslands, vegum og lokunum hjá Vegagerðinni og ölduhæð á vef Vegagerðarinnar.
Veður Almannavarnir Óveður 21. og 22. febrúar 2022 Tengdar fréttir Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Fleiri fréttir Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Sjá meira
Höfuðborgarsvæðið, Suðurland og Faxaflói á rauðri viðvörun Veðurstofan hefur uppfært veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi í rauða vegna ofsaveðurs sem gengur yfir landið í kvöld. Appelsínugular viðvaranir eru annars í gildi á öllu landinu. Veðurfræðingur býst við miklu vatnsskemmdaveðri en annar hvellur gengur svo yfir landið strax í fyrramálið. 21. febrúar 2022 11:55