Biden fellst á leiðtogafund með Pútín Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 21. febrúar 2022 06:57 Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur samþykkt leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta. Getty/Peter Klaunzer Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur í stórum dráttum fallist á leiðtogafund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta til að ræða ástandið í Úkraínu. Það eru Frakkar sem stinga upp á leiðtogafundinum en Hvíta húsið hefur þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Hugmyndin með fundi leiðtogana er að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi en spennan á svæðinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum kalda stríðsins. Tillaga Frakka var lögð fram eftir að Emmanuel Macron forseti hafði rætt við Pútín í síma á tveimur fundum í rúma þrjá klukkutíma samtals. Þá hefur Macron einnig rætt hugmyndina við Biden forseta og til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherrarnir Antony Blinken og Sergei Lavrov hittast á fimmtudag. hernaðurEnn eru uppi miklar áhyggjur um að Rússar ráðist inn í Úkraínu en nú eru meira en 150 þúsund rússneskir hermenn staðsettir við landamærin að Úkraínu ef marka má áætlun Bandaríkjamanna. Pútín hefur samþykkt að diplómatísk lausn gangi fyrir. Rússar hafa lýst því yfir við Frakka að þeir muni gera allt sem þeir geti til að tryggja að hægt verði að halda leiðtogafund á næstu dögum. Stjórnvöld í Rússlandi hafa kennt Úkraínumönnum um aukna spennu milli ríkjanna og aukinn viðbúnað. Úkraínumenn hafa hafnað ábyrgð og sagt yfirvöld í Moskvu leggja sig fram um að auka viðbúnað á landamærunum í þeirri von að Úkraínumenn svari í sömu mynt. Rússnesk stjórnvöld segja í yfirlýsingu að engar áætlanir séu um leiðtogafund Pútins og Bidens að svo stöddu. The Kremlin says that there are "no concrete plans yet" for a meeting between Russian President Vladimir Putin and U.S. President Joe BidenFor more on this and other news visit https://t.co/8OWd2TvLrt— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) February 21, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér. 19. febrúar 2022 20:50 Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Það eru Frakkar sem stinga upp á leiðtogafundinum en Hvíta húsið hefur þegar sagt að fundurinn geti aðeins farið fram ráðist Rússar ekki inn í Úkraínu. Hugmyndin með fundi leiðtogana er að reyna að leysa deiluna sem nú er uppi en spennan á svæðinu hefur ekki verið eins mikil síðan á dögum kalda stríðsins. Tillaga Frakka var lögð fram eftir að Emmanuel Macron forseti hafði rætt við Pútín í síma á tveimur fundum í rúma þrjá klukkutíma samtals. Þá hefur Macron einnig rætt hugmyndina við Biden forseta og til stendur að ræða nánari útlistun fundarins þegar utanríkisráðherrarnir Antony Blinken og Sergei Lavrov hittast á fimmtudag. hernaðurEnn eru uppi miklar áhyggjur um að Rússar ráðist inn í Úkraínu en nú eru meira en 150 þúsund rússneskir hermenn staðsettir við landamærin að Úkraínu ef marka má áætlun Bandaríkjamanna. Pútín hefur samþykkt að diplómatísk lausn gangi fyrir. Rússar hafa lýst því yfir við Frakka að þeir muni gera allt sem þeir geti til að tryggja að hægt verði að halda leiðtogafund á næstu dögum. Stjórnvöld í Rússlandi hafa kennt Úkraínumönnum um aukna spennu milli ríkjanna og aukinn viðbúnað. Úkraínumenn hafa hafnað ábyrgð og sagt yfirvöld í Moskvu leggja sig fram um að auka viðbúnað á landamærunum í þeirri von að Úkraínumenn svari í sömu mynt. Rússnesk stjórnvöld segja í yfirlýsingu að engar áætlanir séu um leiðtogafund Pútins og Bidens að svo stöddu. The Kremlin says that there are "no concrete plans yet" for a meeting between Russian President Vladimir Putin and U.S. President Joe BidenFor more on this and other news visit https://t.co/8OWd2TvLrt— Sky News Breaking (@SkyNewsBreak) February 21, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35 Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér. 19. febrúar 2022 20:50 Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32 Mest lesið Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Innlent Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Innlent Fleiri fréttir Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Sjá meira
Rússar hættir við að hætta heræfingum í Hvíta-Rússlandi Rússar hafa hætt við að kalla hermenn sína í Hvíta-Rússlandi aftur heim til Rússlands og þess í stað fært þá nær norðanverðum landamærum Úkraínu. Spennan á svæðinu magnast sífellt og nú búast flestir við innrás Rússa inn í landið á næstu dögum. 20. febrúar 2022 19:35
Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi Innrás Rússa inn í Úkraínu gæti verið yfirvofandi á næstu dögum og hefði hörmulegar afleiðingar, að mati leiðtoga sem sótt hafa öryggisráðstefnu í Munchen í dag. Íslenskur sérfræðingur segir ómögulegt að segja til um hvað Pútín ætli sér. 19. febrúar 2022 20:50
Aðskilnaðarsinnar setja á almenna herkvaðningu Leiðtogar aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu, sem studdir eru af Rússlandi, hafa lýst yfir allsherjar herkvaðningu í Donetsk og Luhansk. Í gær tilkynntu þeir að almennir borgarar yrðu fluttir úr héruðunum og til Rússlands. 19. febrúar 2022 10:32