Blaðamönnum almennt frjálst að vinna úr illa fengnum gögnum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Óttar Kolbeinsson Proppé skrifa 15. febrúar 2022 12:00 Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti. Vísir/Vilhelm Héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segir ýmsar ástæður fyrir því að lögregla geti viljað fá blaðamenn í skýrslutökur og segir fordæmi fyrir því. Formanni Blaðamannafélagsins finnst rannsókn lögregu á fréttaflutningi af skæruliðadeild samherja tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi. Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg. Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Eins og greint var frá í gær bera fjórir blaðamenn réttarstöðu sakbornings í rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra á fréttaflutningnum og hafa þeir verið boðaðir í skýrslutöku. Þeir eru meðal annars grunaðir um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins með umfjöllun sinni um einkasamtöl þeirra sem skipuðu svokallaða skæruliðadeild Samherja. Blaðamönnum alla jafna frjálst að fjalla um mál þó gögn séu illa fengin Halldóra Þorsteinsdóttir héraðsdómari og sérfræðingur í fjölmiðlarétti segist ekki þekkja umrætt mál sérstaklega en segir þó fordæmi fyrir því að blaðamenn séu kallaðir í skýrslutöku. „Að jafnaði er blaðamönnum frjálst að fjalla um fréttir sem hafa þessa þjóðfélagslegu skírskotun jafnvel þó gögnin kunni að einhverju leyti að vera illa fengin,“ segir Halldóra. Á þessi séu þó alltaf einhverjar takmarkanir og hún geti ekkert sagt til um hvernig umræddu máli sé háttað. „Síðan eru dæmin auðvitað ólík eftir því hvort það er grunur um bein brot blaðamanns, sem kann auðvitað að koma til, eða hvort aðkoma blaðamanns lítur þá bara að því að hann fjalli um fréttir sem eru byggðar á gögnum sem einhver vafi liggur fyrir á að séu tilkomin með eðlilegum hætti,“ segir Halldóra. Gögnin hafi efalaust átt erindi við almenning Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að þegar blaðamenn standi með gögn sem þessi verði þeir að spyrja sig hvort vegi meira: friðhelgi einkalífs þess gögnin varða eða hagsmunir almennings að fá þær upplýsingar sem þar koma fram. Og í þessu tilfelli telur Sigríður Dögg að gögnin hafi tvímælalaust átt erindi við almenning. „Við þurfum ekki einu sinni að ræða það. Samherji hefur komið fram og beðist afsökunar á því framferði sem þarna var lýst. Enginn hefur véfengt þær upplýsingar og þær fréttir og þær atburðarás og lýsingar sem þarna hafa komið fram,“ sagði Sigríður Dögg.
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Tengdar fréttir Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02 Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Innlent Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Fréttir „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Innlent „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Innlent Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Innlent Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Erlent Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Erlent Hitnar undir feldi Lilju Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Fleiri fréttir Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Hitnar undir feldi Lilju Játaði að hafa stolið tugum milljóna úr dánarbúi móður sinnar Játaði áralangt kynferðisofbeldi gegn stjúpdóttur sinni Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Fékk aðsvif og missti bílinn yfir á annan vegarhelming Hefur áhyggjur af unga fólkinu Ungir Sjálfstæðismenn vilja stöðva hælisveitingar Sér fram á margar klukkustundir í fullkominni óvissu Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Hafa rætt við ísraelsk stjórnvöld og sett fram kröfur vegna Margrétar Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum „Minnir á saltveðrið mikla“ Magga Stína tekin höndum og gular viðvaranir í kortunum Stúlkan komin í leitirnar Bændum verulega brugðið vegna breytinga á búvörulögum Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Sjá meira
Megi túlka rannsókn lögreglu sem „tilraun til að beita blaðamenn þrýstingi“ Formaður Blaðamannafélags Íslands segir að túlka megi rannsókn lögreglu á fréttaflutningi um „skæruliðadeild“ Samherja sem tilraun til að beita fjölmiðla og blaðamenn þrýstingi að fjalla ekki um ákveðin mál. 15. febrúar 2022 10:02
Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: 14. febrúar 2022 20:07
Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19