Lögreglan á að vita að frumskylda blaðamanna er að vernda heimildarmenn Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar 14. febrúar 2022 20:07 Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: Á þessum tímapunkti er ekki ljóst nákvæmlega um hvað blaðamennirnir, sem eru minnst fjórir, þau Þóra Arnórsdóttir, ristjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hafa unnið sér til saka til þess að verðskulda stöðu sakbornings við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi. Þeim hefur verið sagt að þeir séu grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífsins með skrifum á fréttum unnum upp úr gögnum sem sýndu samskipti fólks tengdu Samherja, sem kallaði sig skæruliðadeild. Enginn hefur véfengt þessar fréttir og Samherji hefur síðan beðist afsökunar á því framferði sem þar var lýst. Það er óskiljanlegt og í raun mjög alvarlegt að lögreglan á Norðurlandi hafi ákveðið að kalla þrjá blaðamenn til yfirheyrslu vegna þess eins að þeir skrifuðu fréttir upp úr gögnum sem þeir höfðu undir höndum. Það er grundvöllur starfs blaðamanna að vinna úr gögnum sem þeim berast. Lögreglan kallar hér blaðamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu grunaðs um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins. Hvenær sem gögn eru þess eðlis að þau gætu talist sem brot gegn friðhelgi einkalífsins þarf blaðamaður að meta þau með tilliti til almannahagsmuna og meta hvort vegi þyngra, friðhelgi einkalífsins eða almannahagsmunir. Þegar almannahagsmunir vega þyngra er það aldrei spurning að slík gögn eigi að nota til grundvallar fréttum, sama hvernig gögnin eru fengin. Alþjóðastofnanir hafa lagt á það grundvallaráherslu að gætt sé fyllstu varkárni þegar blaðamenn eru rannsakaðir. Blaðamenn hafa, samkvæmt dómum Mannréttindadómstólsins, fullan rétt til og ber í raun skylda til þess að vernda heimildarmenn sína, hvort sem upplýsingar sem um ræðir eru fengnar með lögmætum eða ólögmætum hætti. Af málavöxtum að dæma virðist sem það sé ætlun lögreglu að krefja blaðamenn um að gefa upp heimildarmenn sína. Það er beinlínis frumskylda blaðamanna að standa vörð um heimildarmenn sína, enda er kveðið á um slíkt í lögum og að um það hafi fallið margir dómar fallið. Að auki eru vart dæmi um það á síðustu árum eða áratugum að blaðamaður sé kallaður til yfirheyrslu þar sem hann er krafinn um að veita lögreglu upplýsingar um heimildarmenn sína, endar þykir flestum slíkt fráleit hugmynd og margir áratugir eru síðan slíkt mál fór síðast fyrir dómstóla. Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að lögreglan á Akureyri virðist ekki átta sig á því að öll afskipti lögreglu af blaðamönnum þurfa að vera vel rökstudd og hafa skýran tilgang og að þörfin sé rík og ganga út frá þeirri ófrávíkjanlegu meginreglu að blaðamenn verndi heimildarmenn sína. Því er óskiljanlegt og nær óverjandi að lögreglan kalli blaðamenn til yfirheyrslu eingöngu til þess að fá þær upplýsingar frá þeim að þeir muni ekki gefa upp heimildarmenn sína. Það má beinlínis túlka sem óeðlileg afskipti lögreglu af starfi blaðamanna sem tefur þá að auki frá öðrum störfum á meðan og hefur þar af leiðandi hamlandi áhrif á störf þeirra. Evrópuráðið hefur bent á að þessu til viðbótar geti afskipti lögreglu sem þessi af blaðamönnum dregið úr vilja almennings til þess að láta blaðamönnum í té upplýsingar, sem hafi einnig áhrif á rétta almennings til upplýsinga.Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Tengdar fréttir Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50 Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19 Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Sjá meira
Varðandi ákvörðun lögreglunnar á Norðurlandi eystra, að kalla minnst fjóra blaðamenn til yfirheyrslu vegna gruns um brot gegn friðhelgi einkalífsins í tengslum við fréttaflutning um skæruliðadeild Samherja, hef ég þetta að segja sem formaður Blaðamannafélags Íslands: Á þessum tímapunkti er ekki ljóst nákvæmlega um hvað blaðamennirnir, sem eru minnst fjórir, þau Þóra Arnórsdóttir, ristjóri Kveiks, Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans, og Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hafa unnið sér til saka til þess að verðskulda stöðu sakbornings við rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi. Þeim hefur verið sagt að þeir séu grunaðir um brot gegn friðhelgi einkalífsins með skrifum á fréttum unnum upp úr gögnum sem sýndu samskipti fólks tengdu Samherja, sem kallaði sig skæruliðadeild. Enginn hefur véfengt þessar fréttir og Samherji hefur síðan beðist afsökunar á því framferði sem þar var lýst. Það er óskiljanlegt og í raun mjög alvarlegt að lögreglan á Norðurlandi hafi ákveðið að kalla þrjá blaðamenn til yfirheyrslu vegna þess eins að þeir skrifuðu fréttir upp úr gögnum sem þeir höfðu undir höndum. Það er grundvöllur starfs blaðamanna að vinna úr gögnum sem þeim berast. Lögreglan kallar hér blaðamenn til yfirheyrslu með réttarstöðu grunaðs um að hafa brotið gegn friðhelgi einkalífsins. Hvenær sem gögn eru þess eðlis að þau gætu talist sem brot gegn friðhelgi einkalífsins þarf blaðamaður að meta þau með tilliti til almannahagsmuna og meta hvort vegi þyngra, friðhelgi einkalífsins eða almannahagsmunir. Þegar almannahagsmunir vega þyngra er það aldrei spurning að slík gögn eigi að nota til grundvallar fréttum, sama hvernig gögnin eru fengin. Alþjóðastofnanir hafa lagt á það grundvallaráherslu að gætt sé fyllstu varkárni þegar blaðamenn eru rannsakaðir. Blaðamenn hafa, samkvæmt dómum Mannréttindadómstólsins, fullan rétt til og ber í raun skylda til þess að vernda heimildarmenn sína, hvort sem upplýsingar sem um ræðir eru fengnar með lögmætum eða ólögmætum hætti. Af málavöxtum að dæma virðist sem það sé ætlun lögreglu að krefja blaðamenn um að gefa upp heimildarmenn sína. Það er beinlínis frumskylda blaðamanna að standa vörð um heimildarmenn sína, enda er kveðið á um slíkt í lögum og að um það hafi fallið margir dómar fallið. Að auki eru vart dæmi um það á síðustu árum eða áratugum að blaðamaður sé kallaður til yfirheyrslu þar sem hann er krafinn um að veita lögreglu upplýsingar um heimildarmenn sína, endar þykir flestum slíkt fráleit hugmynd og margir áratugir eru síðan slíkt mál fór síðast fyrir dómstóla. Það sem er einna alvarlegast í þessu máli er að lögreglan á Akureyri virðist ekki átta sig á því að öll afskipti lögreglu af blaðamönnum þurfa að vera vel rökstudd og hafa skýran tilgang og að þörfin sé rík og ganga út frá þeirri ófrávíkjanlegu meginreglu að blaðamenn verndi heimildarmenn sína. Því er óskiljanlegt og nær óverjandi að lögreglan kalli blaðamenn til yfirheyrslu eingöngu til þess að fá þær upplýsingar frá þeim að þeir muni ekki gefa upp heimildarmenn sína. Það má beinlínis túlka sem óeðlileg afskipti lögreglu af starfi blaðamanna sem tefur þá að auki frá öðrum störfum á meðan og hefur þar af leiðandi hamlandi áhrif á störf þeirra. Evrópuráðið hefur bent á að þessu til viðbótar geti afskipti lögreglu sem þessi af blaðamönnum dregið úr vilja almennings til þess að láta blaðamönnum í té upplýsingar, sem hafi einnig áhrif á rétta almennings til upplýsinga.Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður BÍ.
Alvarlegt að blaðamenn fái réttarstöðu sakbornings fyrir að skrifa fréttir Ritstjóri Kjarnans segist undrandi á því að hafa, ásamt tveimur öðrum blaðamönnum, verið boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar sinnar um svokallaða „skæruliðadeild Samherja.“ 14. febrúar 2022 19:50
Boðaður í yfirheyrslu vegna umfjöllunar um Samherja Aðalsteinn Kjartansson, blaðamaður á Stundinni, hefur verið boðaður í yfirheyrslu hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra í næstu viku vegna umfjöllunar sinnar um aðferðir hinnar svokölluðu „skæruliðadeildar Samherja.“ 14. febrúar 2022 18:19
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar