Rússar kalla sendiráðsstarfsmenn frá Úkraínu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. febrúar 2022 14:21 Utanríkisráðherrarnir tveir, Lavrov (t.v.) og Blinken. Russian Foreign Ministry / Handout/Anadolu Agency via Gett Rússnesk stjórnvöld hafa tekið ákvörðum um að hagræða utanríkisþjónustu sinni í Úkraínu með því að fækka starfsfólki í sendiráði sínu í Kíev. Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014. Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Frá þessu segir Tass, sem er fréttaveita í eigu rússneska ríkisins. Þar segir að ástæða ákvörðunarinnar sé „möguleg ögrun stjórnvalda í Kíev eða annarra ríkja,“ og er það haft eftir Maríu Zakharova, talskonu utanríkisráðuneytis Rússa. Rússneski herinn er með fjölda hermanna við landamæri Rússlands og Úkraínu, sem Bandaríkin og bandamenn þeirra telja til marks um að Rússland hyggi á innrás í Úkraínu. Rússnesk stjórnvöld segja það af og frá en Bandaríkjastjórn tekur þeim yfirlýsingum með fyrirvara. Þannig hafa bandarísk stjórnvöld byrjað að flytja flest sendiráðsstarfsfólk sitt í Úkraínu aftur heim til Bandaríkjanna og beint því til ríkisborgara sinna að fara frá landinu sem fyrst. Utanríkisráðuneyti Íslands hefur óskað eftir því að Íslendingar í Úkraínu láti vita af sér og ráðuneytið vinnur nú að því að koma sér í samband við viðkomandi Íslendinga. Samningsvilji sé enn fyrir hendi Financial Times hefur eftir Anthony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að viðræður milli Bandaríkjanna og Rússlands standi nú yfir. Kvaðst hann hafa sagt kollega sínum frá Rússlandi, Sergei Lavrov, að samningsvilji væri fyrir hendi. Ef Rússar vildu hins vegar leysa farsællega úr deilum ríkjanna, þyrftu stjórnvöld að „draga úr viðbragði sínu og taka þátt í viðræðum í góðri trú.“ Þá sagði Blinken að innrás Rússa í Úkraínu myndi leiða til „einbeittra, umfangsmikilla viðbragða af hálfu aðila beggja megin Atlantshafsins,“ og vísaði þar væntanlega til þess að Rússar mættu eiga von á því að Atlantshafsbandalagið myndi bregðast við innrás af fullum þunga, þrátt fyrir að Úkraína sé ekki aðili að bandalaginu. Rússneska utanríkisráðuneytið hefur hins vegar gefið út að Lavrov hafi tjáð Blinken að „áróðursherferð vesturlanda um árásargirni Rússa“ væri ætlað að hvetja Úkraínu til þess að ganga á bak Minsk-samkomulagsins frá 2015. Samkomulaginu var ætlað að binda endi á átök Úkraínu við aðskilnaðarsinna á Donbas-svæðinu í Úkraínu eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Rússland Úkraína Bandaríkin Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08 Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08 Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Hvetja borgara sína í Úkraínu til að koma sér burt Bandarísk stjórnvöld hvetja nú bandaríska ríkisborgara í Úkraínu til þess að yfirgefa landið hið snarasta, helst innan 48 klukkustunda. Bandaríkin telja Rússa nú fullbúna til innrásar í Úkraínu. 11. febrúar 2022 21:08
Guðlaugur rifjar upp þegar honum „tókst að ergja Pútín svolítið hressilega“ Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra var gestur hlaðvarpsins Chess After Dark í vikunni sem er að líða. Þar fór hann meðal annars yfir sögur af ráðherratíð sinni sem utanríkisráðherra. Þar á meðal var fundur með Vladímír Pútín Rússlandsforseta, sem Guðlaugi tókst að „ergja svolítið hressilega.“ 11. febrúar 2022 20:08
Enn bæta Rússar í við landamæri Úkraínu Gervihnattamyndir sýna að Rússar halda enn áfram að byggja upp herstyrk í grennd við landamæri Úkraínu. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að innrás Rússa gæti verið yfirvofandi á næstum dögum og vikum. 11. febrúar 2022 15:44