Erlent

Margrét Þór­hildur drottning með Co­vid-19

Atli Ísleifsson skrifar
Margrét Þórhildur hélt upp á fimmtíu ára valdaafmæli sitt þann 14. janúar síðastliðinn.
Margrét Þórhildur hélt upp á fimmtíu ára valdaafmæli sitt þann 14. janúar síðastliðinn. EPA

Margrét Þórhildur Danadrottning hefur greinst með kórónuveiruna.

Í tilkynningu frá dönsku konungshöllinni segir að drottningin hafi greinst í gærkvöldi og sé með væg einkenni Covid-19.

Í frétt DR segir að drottningin dvelji nú í Höll Kristjáns IX í Amalíuborg og fari að ráðleggingum sóttvarnayfirvalda.

Drottningin var á leið í frí til Noregs í dag, en ferðinni hefur verið aflýst.

Drottningin er bólusett gegn kórónuveirunni og fékk örvunarsprautuna í lok nóvember á síðasta ári.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kórónuveirusmit kemur upp innan dönsku konungsfjölskyldunnar. Áður hafa bæði Kristján sonur Friðriks krónsprins og sá þriðji í erfðaröðinni að krúnunni og Mary prinsessa fengið kórónuveiruna.


Tengdar fréttir

Margrét nú verið drottning í hálfa öld

Danir fagna því í dag að fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur varð drottning landsins. Fyrirhuguðum hátíðarhöldum vegna valdaafmælisins hafði áður verið frestað til næsta hausts vegna heimsfaraldursins.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.