Erlent

Krókódíl bjargað úr dekki

Samúel Karl Ólason skrifar
Krókódíllinn hefur verið með dekk fast um sig í meira en fimm ár. Margar tilraunir til að koma honum til bjargar hafa misheppnast.
Krókódíllinn hefur verið með dekk fast um sig í meira en fimm ár. Margar tilraunir til að koma honum til bjargar hafa misheppnast. EPA/BASRI MARZUKI

Hópur manna í Indónesíu dró villtan krókódíl á land í gær og losuðu hann við dekk, sem hafði verið fast utan um hann í meira en fimm ár. Krókódíllinn hefur reglulega sést á bökkum Palu-árinnar á undanförnum árum en heimamanni tókst í gær að koma ól utan um 5,2 metra langt dýrið.

Hinn 34 ára gamli Tili notaði kjúkling sem beitu og reyndi í þrjár vikur að koma ól á krókódílinn. Þegar það tókst hlupu heimamenn til og hjálpuðu við að losa dekkið af dýrinu.

„Ég vildi bara hjálpa. Ég hata að sjá dýr föst og þjást,“ hefur Guardian eftir Tili.

Miðillinn segir einhverja telja að einhver hafi vísvitandi sett dekkið utan um krókódílinn við það að reyna að fanga dýrið. Tili hafði tvisvar áður reynt að fanga krókódílinn en dýrið sleit böndin sem hann náði að koma á það.

Í þriðju tilrauninni notaði hann sterkari reipi og þá tókst honum ætlunarverkið.

Heimamenn fögnuðu ákaft þegar dýrinu var sleppt aftur út í ána.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×