Hinn 34 ára gamli Tili notaði kjúkling sem beitu og reyndi í þrjár vikur að koma ól á krókódílinn. Þegar það tókst hlupu heimamenn til og hjálpuðu við að losa dekkið af dýrinu.
„Ég vildi bara hjálpa. Ég hata að sjá dýr föst og þjást,“ hefur Guardian eftir Tili.
Miðillinn segir einhverja telja að einhver hafi vísvitandi sett dekkið utan um krókódílinn við það að reyna að fanga dýrið. Tili hafði tvisvar áður reynt að fanga krókódílinn en dýrið sleit böndin sem hann náði að koma á það.
Í þriðju tilrauninni notaði hann sterkari reipi og þá tókst honum ætlunarverkið.
Heimamenn fögnuðu ákaft þegar dýrinu var sleppt aftur út í ána.
VIDEO A wild crocodile in Indonesia who was trapped in a tyre for more than five years has been rescued, freed from its rubber vice and released back into the wild pic.twitter.com/AbwfZKgefx
— AFP News Agency (@AFP) February 8, 2022