Er alveg sama um klæðaburð leikmanna svo lengi sem þeir leggi sig alla fram Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. febrúar 2022 19:01 Dele Alli, leikmaður Everton. Chris Brunskill/Getty Images Frank Lampard, nýráðinn þjálfari Everton, gaf lítið fyrir þá fullyrðingu að Dele Alli, ein nýjasta viðbót Everton-liðsins, hafi verið eins og umrenningur til fara er hann var kynntur fyrir stuðningsfólki félagsins. Dele Alli gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton frá Tottenham Hotspur á gluggadeginum fyrir viku síðan. Síðasta laugardag vann Everton sannfærandi sigur á Brentford í FA-bikarnum en í hálfleik leiksins var Dele kynntur fyrir stuðningsfólki Everton. Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður sem og þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof hrifinn af klæðaburði Dele en Lampard gæti vart verið meira sama. „Mér gæti ekki verið meira sama hvernig bíl hann keyrir eða hvaða fötum hann klæðist. Þetta snýst um að leggja sig allan fram og reyna bæta sig á hverjum degi ásamt því að sýna félaginu og liðsfélögunum virðingu,“ sagði þjálfarinn. „Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo lengi sem leikmenn standa sig á vellinum þá er ég ánægður. Ég reyni ekki að hafa áhrif á persónuleika hvers og eins leikmanns. Ef leikmenn eru með rétt hugarfar þegar kemur að fótbolta þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Lampard að endingu. Frank Lampard has defended Dele Alli after criticism on the clothes he wore as he was presented to Everton fans at Goodison Park on Saturday.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2022 Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld. Everton vann Brentford, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira
Dele Alli gekk í raðir enska knattspyrnufélagsins Everton frá Tottenham Hotspur á gluggadeginum fyrir viku síðan. Síðasta laugardag vann Everton sannfærandi sigur á Brentford í FA-bikarnum en í hálfleik leiksins var Dele kynntur fyrir stuðningsfólki Everton. Glenn Hoddle, fyrrverandi leikmaður sem og þjálfari enska landsliðsins, var ekki alltof hrifinn af klæðaburði Dele en Lampard gæti vart verið meira sama. „Mér gæti ekki verið meira sama hvernig bíl hann keyrir eða hvaða fötum hann klæðist. Þetta snýst um að leggja sig allan fram og reyna bæta sig á hverjum degi ásamt því að sýna félaginu og liðsfélögunum virðingu,“ sagði þjálfarinn. „Tímarnir breytast og mennirnir með. Svo lengi sem leikmenn standa sig á vellinum þá er ég ánægður. Ég reyni ekki að hafa áhrif á persónuleika hvers og eins leikmanns. Ef leikmenn eru með rétt hugarfar þegar kemur að fótbolta þá hef ég engar áhyggjur,“ sagði Lampard að endingu. Frank Lampard has defended Dele Alli after criticism on the clothes he wore as he was presented to Everton fans at Goodison Park on Saturday.#bbcfootball— BBC Sport (@BBCSport) February 7, 2022 Alli gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Everton þegar liðið sækir Newcastle United heim annað kvöld. Everton vann Brentford, 4-1, á laugardaginn í fyrsta leik sínum undir stjórn Franks Lampard. Yerry Mina, Richarlison, Mason Holgate og Andros Townsend skoruðu mörk Bítlaborgarliðsins. Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Enska bikarkeppnin, FA Cup, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. FA Cup er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Enski boltinn Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Er Tóti Túrbó ofmetinn? Körfubolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti Magic Johnson bætir við enn einum titlinum Sport Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Sjá meira