Mané svaf með bikarinn í nótt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. febrúar 2022 12:31 Sadio Mane var brosmildur í leikslok enda voru hann og félagar hans í senegalska landsliðinu að landa sögulegum titli fyrir þjóð sína. AP/Themba Hadebe Sadio Mané tryggði Senegal fyrsta Afríkumeistaratitilinn í sögu þjóðarinnar í gærkvöldi þegar hann hann skoraði úr lokaspyrnunni í vítaspyrnukeppni. Mané er ekki fyrirliði Senegal og það var því Kalidou Koulibaly sem tók við bikarnum í leikslok. Mané fékk hins vegar greinilega að hafa bikarinn hjá sér í nótt. Hann birti mynd af sér í rúminu með bikarinn sér við hlið. Það má sjá þessa mynd af honum hér fyrir neðan en hún birtist á Instagram síðu kappans. View this post on Instagram A post shared by Sadio Mane (@sadiomaneofficiel) Sadio var samt næstum því skúrkurinn því hann klikkaði á vítaspyrnu í upphafi leiks. Sem betur fer fyrir hann þá nýttu Egyptar sér það ekki og Mané fékk annað tækifæri í vítakeppninni sem hann nýtti. „Þetta er fallegasti dagur lífs míns. Af öllum bikurunum sem ég hef unnið þá er þessi uppáhalds titillinn minn. Þetta er eins og draumur. Sem barn þá grét ég þegar landsliðið tapaði leik,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. Mané var alls með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í Afríkukeppninni í ár þar af tvö mörk og tvær stoðsendingar í útsláttarkeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Senegal vinnur Afríkutitilinn en liðið hafði tapað úrslitaleiknum 2002 og 2019. Mané var í liðinu sem tapaði í úrslitaleik síðustu keppni og sigurinn var því enn sætar í gær. Mané náði líka að jafna markamet Henri Camara fyrir landsliðið en þeir hafa báðir skorað 29 mörk. Mané í 86 leikjum en Camara í 99 leikjum frá 1999 til 2008. Næst á dagskrá er að fljúga heim til Liverpool og kannski í sömu flugvél og Mo Salah sem var í tapliðinu í gær. Hér fyrir neðan má hjá Mane fara til liðsfélaga síns hjá Liverpool og hughreysta hann eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira
Mané er ekki fyrirliði Senegal og það var því Kalidou Koulibaly sem tók við bikarnum í leikslok. Mané fékk hins vegar greinilega að hafa bikarinn hjá sér í nótt. Hann birti mynd af sér í rúminu með bikarinn sér við hlið. Það má sjá þessa mynd af honum hér fyrir neðan en hún birtist á Instagram síðu kappans. View this post on Instagram A post shared by Sadio Mane (@sadiomaneofficiel) Sadio var samt næstum því skúrkurinn því hann klikkaði á vítaspyrnu í upphafi leiks. Sem betur fer fyrir hann þá nýttu Egyptar sér það ekki og Mané fékk annað tækifæri í vítakeppninni sem hann nýtti. „Þetta er fallegasti dagur lífs míns. Af öllum bikurunum sem ég hef unnið þá er þessi uppáhalds titillinn minn. Þetta er eins og draumur. Sem barn þá grét ég þegar landsliðið tapaði leik,“ sagði Sadio Mane eftir leikinn. Mané var alls með þrjú mörk og tvær stoðsendingar í Afríkukeppninni í ár þar af tvö mörk og tvær stoðsendingar í útsláttarkeppninni. Þetta er í fyrsta sinn sem Senegal vinnur Afríkutitilinn en liðið hafði tapað úrslitaleiknum 2002 og 2019. Mané var í liðinu sem tapaði í úrslitaleik síðustu keppni og sigurinn var því enn sætar í gær. Mané náði líka að jafna markamet Henri Camara fyrir landsliðið en þeir hafa báðir skorað 29 mörk. Mané í 86 leikjum en Camara í 99 leikjum frá 1999 til 2008. Næst á dagskrá er að fljúga heim til Liverpool og kannski í sömu flugvél og Mo Salah sem var í tapliðinu í gær. Hér fyrir neðan má hjá Mane fara til liðsfélaga síns hjá Liverpool og hughreysta hann eftir leikinn í gær. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports)
Afríkukeppnin í fótbolta Mest lesið Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Frá Midtjylland til Newcastle Fótbolti Heimir mjög ósáttur við dómarann: „Þetta er bara dýfa“ Sport Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Szczesny ekki hættur enn Fótbolti Elanga að ganga til liðs við Newcastle Fótbolti Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Sport Vörn Grindavíkur áfram hriplek Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Sjá meira