Segja fjölgunina í herliði Bandaríkjanna vera „skaðlega“ Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2022 06:45 Bandaríkjaher er nú að senda tvö þúsund hermenn frá Bandaríkjunum til Póllands og Þýskalands og sömuleiðis þúsund frá bandarískri herstöð í Þýskalandi og til Rúmeníu. AP Stjórnvöld í Rússlandi hafa fordæmt ákvörðun Bandaríkastjórnar að fjölga í herliði Bandaríkjahers í Austur-Evrópu vegna þeirrar spennu sem uppi er á landamærum Rússlands og Úkraínu. Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn til viðbótar verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir ákvörðun Bandaríkjastjórnar vera „skaðlega“ og „órökstudda“, auka á spennu og draga úr líkum á að hægt verði að ná pólitískri lausn á deilunni. Rússneski herinn er nú með um 100 þúsund hermenn staðsetta við landamærin að Úkraínu og hafa margir óttast að innrás sé yfirvofandi. Rússlandsstjórn segir hins vegar svo alls ekki vera. Átta ár eru nú frá því að Rússland innlimaði Krímskaga í suðurhluta Úkraínu og studdi sömuleiðis uppreisn aðskilnaðarsinna í héruðum austast í Úkraínu. Í frétt BBC segir að rússnesk stjórnvöld saki Úkraínustjórn um að framfylgja ekki ákvæðum Minsksamkomulagsins frá haustdögum 2014 sem ætlað var að koma á friði í austurhluta Úkraínu. Alls hafa um 14 þúsund manns látið lífið í átökum í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014. Bandaríkjaher er nú þegar með 8.500 hermenn reiðubúna að halda til Evrópu ef þörf krefur. Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti í gær að um tvö þúsund hermenn til viðbótar verði sendir frá Fort Bragg í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum til herstöðva í Póllandi og Þýskalandi og þá verði um þúsund bandarískir hermenn sem nú þegar eru í Þýskalandi sendir til Rúmeníu. Alexander Grushko, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir ákvörðun Bandaríkjastjórnar vera „skaðlega“ og „órökstudda“, auka á spennu og draga úr líkum á að hægt verði að ná pólitískri lausn á deilunni. Rússneski herinn er nú með um 100 þúsund hermenn staðsetta við landamærin að Úkraínu og hafa margir óttast að innrás sé yfirvofandi. Rússlandsstjórn segir hins vegar svo alls ekki vera. Átta ár eru nú frá því að Rússland innlimaði Krímskaga í suðurhluta Úkraínu og studdi sömuleiðis uppreisn aðskilnaðarsinna í héruðum austast í Úkraínu. Í frétt BBC segir að rússnesk stjórnvöld saki Úkraínustjórn um að framfylgja ekki ákvæðum Minsksamkomulagsins frá haustdögum 2014 sem ætlað var að koma á friði í austurhluta Úkraínu. Alls hafa um 14 þúsund manns látið lífið í átökum í austurhluta Úkraínu frá árinu 2014. Bandaríkjaher er nú þegar með 8.500 hermenn reiðubúna að halda til Evrópu ef þörf krefur.
Úkraína Rússland Bandaríkin Hernaður Joe Biden Átök í Úkraínu Tengdar fréttir Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49 Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Fleiri fréttir Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Sjá meira
Biden sendir hermenn til Austur-Evrópu Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur ákveðið að senda fleiri bandaríska hermenn til Austur-Evrópu. Það ætlar hann að gera vegna þeirrar miklu spennu sem er á svæðinu. 2. febrúar 2022 15:49
Segir Bandaríkin reyna að draga Rússland inn í átök við Úkraínu Vladímír Pútín Rússlandsforseti hefur sakað bandarísk stjórnvöld um að reyna að etja Rússlandi og Úkraínu saman í átök. Hann sakar Bandaríkin þá um að nota Úkraínu sem tól til þess að draga tennurnar úr Rússlandi. 1. febrúar 2022 23:35