„Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. janúar 2022 13:00 Eric Cantona vann fjóra Englandsmeistaratitla á fimm árum hjá Man Utd. vísir/getty Manchester United hefur tekið þátt í nokkrum stærstum félagaskiptum í sögu enskrar knattspyrnu og knattspyrnu almennt. Bestu kaup félagsins eru þó eflaust þegar það fékk Eric Cantona frá Leeds United árið 1992. Þeir Jamie Carragher og Gary Neville ræddu Cantona og kaupin á honum í þætti sínum á Sky Sports nýverið. „Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira
„Talandi um stærstu félagaskipti Man United, mögulega þau stærstu – í úrvalsdeildinni allavega – Eric Cantona til Man Utd. Hann breytti gangi félagsins, hvernig var það fyrir þig sem leikmann,“ spurði Carragher en Neville lék allan sinn feril með Man United og var ungur að árum er Cantona gekk inn með kragann upp og kassann út. „Þetta var stórt út af því að hann kom frá Leeds (United) og hatursins í garð Man United. Á þessum tíma var þetta ekki jafn stórt og það er í dag því engum datt í hug hversu mikil áhrif hann myndi hafa á félagið, sérstaklega ekki Leeds,“ svaraði Neville. "With the fans he was almost like God." Gary Neville talks about why Eric Cantona's arrival was so iconic at Manchester United pic.twitter.com/LVpePgvHhX— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) January 30, 2022 „Hann var stærri en fótbolti. Ef þú hugsar um táknmynd fótboltafélags eða goðsagnir þá var Eric eins og táknmynd Manchester United. Hann var eins og Guð meðal stuðningsfólks félagsins,“ bætti Neville við. Carragher velti fyrir sér hvort Neville og félagar hefðu strax tekið eftir því að Cantona væri einstakur. „Það var þannig á vellinum. Hvernig hann stóð upp úr, kassinn út og þessi hroki. Stuðningsfólkið elskaði hann og hann skilaði alltaf sínu, í stærstu leikjunum á mikilvægustu augnablikunum.“ „Fyrir mér skilgreindi það tíma hans hjá United. Hann stóð upp úr í stærstu leikjunum sem tryggðu Man Utd titil eftir titil. Peter Schmeichel mögulega líka með markvörslum sínum og Roy Keane með áræðni sinni og drifkrafti en þegar þú þurftir þetta augnablik, þetta mark til að vinna leiki - til að vinan titla, þá skilaði Cantona því alltaf,“ sagði Neville að endingu. Cantona og Schmeichel áttu stærstan þátt í því að United vann tvöfalt tímabilið 1995-96.vísir/getty Eric Cantona lék með Manchester United frá árunum 1992 til 1997. Á þeim tíma varð liðið fjórum sinnum ensku meistari, vann FA-bikarinn tvívegis og Samfélagsskjöldinn þrívegis.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Lofsamar starfið á Íslandi og segir það vanmetið: „Að mínu mati ótrúlegt“ Handbolti Ísland - Ítalía | Óvenjulegur fyrsti mótherji á EM Handbolti Sjáðu gleðina hjá Íslendingum í Kristianstad Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands á EM Handbolti Ekki innistæða fyrir því að vera kokhraustir Handbolti Svona er leiðin að verðlaunum: Ísland sleppur við allra bestu liðin Handbolti Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa Körfubolti „Á eftir bolta kemur barn“ Íslenski boltinn Kenna Donald Trump og falli Bandaríkjadals um sjö milljarða tap Fótbolti Fleiri fréttir Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Sjá meira