Enski boltinn

Rooney hafnaði viðræðum við Everton

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Rooney er að gera eftirtektaverða hluti hjá Derby County.
Rooney er að gera eftirtektaverða hluti hjá Derby County. vísir/getty

Wayne Rooney hafnaði viðræðum um stjórastarfið hjá uppeldisfélagi sínu, Everton, þar sem hann var ekki tilbúinn til að yfirgefa Derby County í þeirri stöðu sem félagið er í.

Everton leitar nú að stjóra eftir að Rafa Benitez var látinn taka pokann sinn og var Rooney boðaður í viðtal á Goodison Park ásamt nokkrum öðrum en hann gaf það frá sér.

Rooney hefur gert eftirtektaverði hluti í sínu fyrsta starfi sem knattspyrnustjóri en hann stýrir enska B-deildarliðinu Derby County sem er ekki í botnsæti Championship deildarinnar þrátt fyrir að hafa byrjað tímabilið með 21 stig í mínus vegna ýmissa fjárhagsvandræða sem hafa líka haft áhrif á leikmannahópinn sem Rooney hefur til umráða.

Rooney bæði hóf og lauk stórkostlegum leikmannaferli sínum í ensku úrvalsdeildinni með uppeldisfélagi sínu Everton áður en hann hélt til Bandaríkjanna og lék í MLS deildinni. Þaðan fór hann svo til Derby County og spilaði með liðinu í Championship deildinni.

Hann segist hafa mikinn áhuga á að stýra Everton en þessi tímapunktur sé ekki sá rétti. Fyrrum liðsfélagi hans í enska landsliðinu, Frank Lampard, þykir líklegastur til að taka við stjórnartaumunum á Goodison Park og má jafnvel búast við því að tilkynnt verði um það í dag.


Tengdar fréttir

Lampard gæti tekið við Everton

Frank Lampard, fyrrum leikmaður og knattspyrnustjóri Chelsea, er einn af þeim sem þykir ansi líklegur til að taka við stjórastöðu Everton eftir að Rafael Benítez var látinn fara frá félaginu á dögunum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.