Íslenski boltinn

Leiknir heldur áfram að stækka hópinn

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Róbert Hauksson er genginn í raðir Leiknis.
Róbert Hauksson er genginn í raðir Leiknis. Leiknir Reykjavík

Leiknir Reykjavík hefur samið við hinn unga Róbert Hauksson til ársins 2024. Róbert er tvítugur sóknarmaður sem gengur í raðir Leiknis frá Þrótti Reykjavík.

Þróttur mun leika í 2. deild á komandi leiktíð og ákvað Róbert því að færa sig um set. Leiknir hefur haft augastað á leikmanninum í dágóða stund en Leiknismenn eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir sitt annað tímabil í röð í deild þeirra bestu hér á landi.

Róbert er fjölhæfur sóknarmaður sem getur bæði spilað á vængnum sem og í holunni fyrir aftan fremsta mann. Hann spilaði vel þrátt fyrir að Þróttur hafi fallið en alls skoraði hann sex mörk í 20 leikjum í Lengjudeildinni síðasta sumar.

Róbert fimmti leikmaðurinn sem Leiknir R. sækir fyrir átök sumarsins en fyrir höfðu nafnarnir Mikkel Dahl og Mikkel Jakobsen mætt frá Færeyjum. Þá sneru Óttar Bjarni Magnússon og Sindri Björnsson heim í Breiðholtið.

Hægt verður að sjá nýja leikmenn Leiknis í Lengjubikarnum sem hefst von bráðar. Hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og þá verða reglulegir markaþættir einnig á dagskrá.


Pepsi Max deildir karla og kvenna eru á Stöð 2 Sport. Deildirnar eru hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.