Erlent

Finnar flýta afléttingu

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Sanna Marin er forsætisráðherra Finnlands.
Sanna Marin er forsætisráðherra Finnlands. EPA-EFE/Juan Carlos Hidalgo

Stjórnvöld í Finnlandi hafa ákveðið að hefja afléttingu sóttvarnartakmarkana vegna Covid-19 fyrr en gert var ráð fyrir, þar sem álag á heilbrigðiskerfið þar fer minnkandi.

Ríkisstjórnin tilkynnti þetta í gær og er nú stefnt að því að hefja afléttingu frá og með 1. febrúar næstkomandi.

Áður var áætlað að aflétting myndi hefjast um miðjan næsta mánuð, en því hefur nú verið breytt. Hefur afléttingaráætluninni því verið flýtt um tvær vikur eða svo.

„Álagið á gjörgæsludeildum hefur tekið breytingum í rétta átt,„ sagði Hanna Sarkkinen, heilbrigðisráðherra Finna í gær.

Í fyrstu verður veitingastöðum leyft að hafa opið lengur, til níu á kvöldin í stað sex.

Líkamsræktarstöðvar, leikhús og sundlaugar mega einnig opna aftur í byrjun næsta mánaðar.

Alls hafa 470 þúsund greinst með Covid-19 frá upphafi faraldursins. Nokkur þúsund hafa greinst á hverjum degi í janúar, en svo virðist að ómíkron-bylgjan þar í landi sé nú á niðurleið.


Tengdar fréttir

Þetta verður snúnara næstu vikur

Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.