Þetta verður snúnara næstu vikur Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. janúar 2022 16:53 Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræddi málið í sérstakri umræðu á Alþingi í dag um sóttvarnir og takmarkanir á daglegt líf í bólusettu samfélagi. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar var málshefjandi. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra ætlar að fara gætilega í afléttingu samkomutamarkana en hann undirbýr nú afléttingaráætlun sem kynnt verður á morgun. Metfjöldi starfsmanna Landspítalans er í einangrun sem kemur í veg fyrir að hægt sé að færa spítalann af neyðarstigi. Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramáli þar sem farið verður yfir hvernig staðið verður að afléttingu sóttvarnaaðgerða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið í hendurnar minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tillögum um afléttingar. Willum Þór sagði á Alþingi í dag stöðuna gjörbreytta frá því sem var fyrir hálfum mánuði síðan. „Þess vegna erum við að boða afléttingaráætlun en við erum að erum að gera það á grundvelli upplýsinga og stöðunnar hverju sinni og ég verð að minna á það að við erum enn þá með almannavarnir á neyðarstigi og spítalanna á neyðarstigi.“ Metfjöldi fólks greindist með kórónuveiruna í gær innanlands eða 1.567. Þá hefur veiran valdið hópsýkingum á hjúkrunarheimilum síðustu daga þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar er um helmingur íbúa með veiruna en flestir eru lítið eða ekkert veikir. Nokkur fjöldi starfsmanna er hins vegar í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. Þrátt fyrir að færri sjúklingar liggi inni á Landspítalanum en fyrir hálfum mánuði síðan starfar spítalinn enn á neyðarstigi. Hann mun gera það áfram að minnsta kosti fram í næstu viku samkvæmt svörum frá spítalanum en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða tvö hundruð og nítján starfsmenn. Þá getur það fylgt afléttingu takmarkana í samfélaginu að fleiri starfsmenn greinist með veiruna og verði frá vinnu. „Mun það valda auknum smitum mögulega. Við sjáum það hér á næstu dögum og þetta verða snúnar næstu vikur en það er alveg ástæða til miðað við hvernig þetta er að þróast að við getum farið í afléttingar og við munum boða afléttingaráætlun hér á morgun.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðisstofnun Vesturlands Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kópavogur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11 Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Ríkisstjórnin kemur saman til fundar í fyrramáli þar sem farið verður yfir hvernig staðið verður að afléttingu sóttvarnaaðgerða. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hefur fengið í hendurnar minnisblað frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni með tillögum um afléttingar. Willum Þór sagði á Alþingi í dag stöðuna gjörbreytta frá því sem var fyrir hálfum mánuði síðan. „Þess vegna erum við að boða afléttingaráætlun en við erum að erum að gera það á grundvelli upplýsinga og stöðunnar hverju sinni og ég verð að minna á það að við erum enn þá með almannavarnir á neyðarstigi og spítalanna á neyðarstigi.“ Metfjöldi fólks greindist með kórónuveiruna í gær innanlands eða 1.567. Þá hefur veiran valdið hópsýkingum á hjúkrunarheimilum síðustu daga þar á meðal á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð í Kópavogi. Þar er um helmingur íbúa með veiruna en flestir eru lítið eða ekkert veikir. Nokkur fjöldi starfsmanna er hins vegar í einangrun eða sóttkví og því frá vinnu. Þrátt fyrir að færri sjúklingar liggi inni á Landspítalanum en fyrir hálfum mánuði síðan starfar spítalinn enn á neyðarstigi. Hann mun gera það áfram að minnsta kosti fram í næstu viku samkvæmt svörum frá spítalanum en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða tvö hundruð og nítján starfsmenn. Þá getur það fylgt afléttingu takmarkana í samfélaginu að fleiri starfsmenn greinist með veiruna og verði frá vinnu. „Mun það valda auknum smitum mögulega. Við sjáum það hér á næstu dögum og þetta verða snúnar næstu vikur en það er alveg ástæða til miðað við hvernig þetta er að þróast að við getum farið í afléttingar og við munum boða afléttingaráætlun hér á morgun.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Heilbrigðisstofnun Vesturlands Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Kópavogur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11 Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Sjá meira
Landspítalinn áfram á neyðarstigi: Metfjöldi starfsmanna í einangrun Landspítalinn starfar á neyðarstigi að minnsta kosti fram í næstu viku en fjarvera starfsmanna í einangrun með kórónuveiruna spilar þar þungt inn í. Metfjöldi starfsmanna er nú í einangrun eða á þriðja hundrað. 27. janúar 2022 14:11
Nýr metdagur: 1.567 greindust innanlands 1.567 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 43 á landamærum. Aldrei hafa svo margir greinst með kórónuveiruna hér á landi og í gær, en fyrri metfjöldi var 1.558 síðastliðinn mánudag. 27. janúar 2022 10:43