Erlent

Danir losna nú úr ein­angrun þegar þeir eru ein­kenna­lausir

Atli Ísleifsson skrifar
Frá Álaborg á Jótlandi.
Frá Álaborg á Jótlandi. EPA

Dönsk heilbrigðisyfirvöld hafa ákveðið að breyta reglum um einangrun vegna kórónuveirusmita á þann veg að smitaðir einstaklingar losna nú úr einangrun þegar þeir eru einkennalausir.

Frá þessu er greint á vef danskra heilbrigðisyfirvalda. Þar segir að ef einstaklingur greinist jákvæður, en er einungis með væg eða engin einkenni, þá sé hægt að ljúka einangrun að fjórum sólarhringum liðnum.

Á vef dönsku heilbrigðisstofnunarinnar, Sundhedsstyrelsen, er haft eftir forstjóranum Helene Probst að það sé vel réttlætanlegt að slaka á kröfum með þessum hætti vegna aukins ónæmis þjóðarinnar og þar sem búið sé að verja þá sem eiga á mestri hættu að verða alvarlega veikir.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.