Erlent

Banna dróna­flug eftir ban­væna árás

Árni Sæberg skrifar
Drónar verða líklega sjaldgjæf sjón í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir gærdaginn.
Drónar verða líklega sjaldgjæf sjón í Sameinuðu arabísku furstadæmunum eftir gærdaginn. Getty

Yfirvöld í Sameinuðu arabísku furstadæmunum hafa bannað drónaflug til afþreyingar í landinu eftir að litlir drónar voru notaðir til að sprengja þrjá olíubíla í loft upp á dögunum.

Frá og með morgundeginum gætu áhugamenn um drónaflug í Sameinuðu arabísku furstadæmunum lent í vandræðum ef þeir stunda áhugamál sitt. Þetta segir í frétt AP fréttaveitunnar um málið. 

AP hefur þetta eftir innanríkisráðuneyti landsins sem segir þó að unnt sé að sækja um undanþágu ef nota á dróna í atvinnuskyni.

Ákvörðun ráðuneytisins um að banna drónaflug kemur í kjölfar þess að þrír olíuflutningabílar sprungu í loft upp á flugvellinum í Abu Dhabi í Sameinuðu arabísku furstadæmunum á dögunum. Bílarnir eru sagðir hafa verið sprengdir í loft upp með litlum drónum sem flogið var að þeim.

Hútar, uppreisnarmenn í Jemen, segjast bera ábyrgð á árásinni, sem dró þrjá til bana að sögn AP.

Fyrir blátt bann við drónaflugi áhugamanna voru nokkur strangar takmarkanir um notkun dróna í gildi í landinu. Bannað var að fjúga drónum í íbúabyggð sem og við flugvelli. Þá þurftu áhugamenn að sækja um sérstakt leyfi fyrir notkun dróna hjá flugmálayfirvöldum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×