Innlent

Verkefnið flóknara en Kári hafði haldið

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Kári Stefánsson segir verkefnið hafa reynst flóknara en hann reiknaði með. 
Kári Stefánsson segir verkefnið hafa reynst flóknara en hann reiknaði með.  Vísir/Vilhelm

Rannsókn Íslenskrar erfðagreiningar á því hversu margir hafa í raun og veru smitast af kórónuveirunni á Íslandi reyndist flóknari en haldið var. Óvíst er hvenær niðurstöður liggja fyrir en Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins segir að allir verði látnir vita um leið og þær eru klárar.

Niðurstöðu rannsóknarinnar hefur verið beðið með nokkurri eftirvæntingu enda geta þær haft áhrif á ákvarðanir um sóttvarnaraðgerðir ef veiran er útbreiddari en niðurstöður úr sýnatökum landsmanna sýna.

Talið er að margfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni á Íslandi en hafa greinst með PCR-prófi. Í síðustu viku var eitt þúsund manns boðið í blóðprufu hjá Íslenskri erfðagreiningu til að leita eftir mótefni við veirunni.

Kári segir enn bið eftir niðurstöðum úr rannsókninni. Verkefnið hafi verið flóknara heldur en hann hafi haldið en það sé engin nýjung vegna þess að þegar verið er að sækja nýja þekkingu megi búast við að grafa þurfi dýpra heldur en áður hafi verið gert. 

„Þetta er greinilega eitt af þeim augnablikum,“ segir Kári. 

Jafnframt segir Kári að allir verði látnir vita um leið og niðurstöður liggi fyrir.


Tengdar fréttir

Rannsókn hafin sem gæti skipt sköpum

Talið er að margfalt fleiri hafi smitast af kórónuveirunni á Íslandi en hafa greinst með PCR-prófi. Um 1.000 manns eru á leið í blóðprufu sem Íslensk erfðagreining annast í vikunni, þar sem leitað er eftir mótefni við veirunni.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.