Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 16:45 Frá þinginu í síðustu viku þegar Boris Johnson baðst afsökunar á samkvæminu. AP/Jessica Taylor Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. William Wragg, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breska þingsins, sagði í dag að það væru ekki bara þingmenn sem hafa lýst því yfir að þeir vilji Johnson úr embætti heldur einnig þingmenn Íhaldsflokksins sem taldir eru vilja Boris á brott. Meðal annars hafi þeim verið hótað því að dregið yrði úr fjárútlátum til kjördæma þeirra. Það kallaði hann kúgun og lagði til að þeir þingmenn sem hafi orðið fyrir þeim leituðu til lögreglunnar. Sjá einnig: Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Í frétt Sky News segir að Christian Wakeford, sem fór í vikunni yfir til Verkamannaflokksins, sagði að sér hefði verið hótað vegna ákvörðunar sinnar og meðal annars sagt að skólar í kjördæmi hans fengu ekki ákveðna fjárhagsaðstoð vegna skólamáltíða. Þá hafa fregnir borist af því að einn þingmaður sem vill forsætisráðherrann úr embætti hafi lent í rifrildi við háttsetta aðila í Íhaldsflokknum sem hafi hótað því að breyta kjördæmi hans til að losna við hann af þingi. Johnson er í miklum vandræðum vegna samkvæmis sem haldið var á Downingstræti í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur meðal annars verið sakaður um að ljúga að þinginu vegna samkvæmisins þegar hann sagðist ekki hafa vitað neitt um það annað en að það ætti að vera vinnuviðburður. Þá hafa fregnir borist af því að þingmenn Íhaldsflokksins séu að vinna að hallarbyltingu. Ef minnst 54 þingmenn flokksins senda formlega yfirlýsingu um vantraust til þar til gerðrar nefndar innan Íhaldsflokksins, hefst sjálfkrafa ný barátta um að leiða flokkinn. Sjálfur heitir Boris því að hann sé ekki á förum. Hann muni berjast gegn tilraunum til að velta honum úr sessi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
William Wragg, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breska þingsins, sagði í dag að það væru ekki bara þingmenn sem hafa lýst því yfir að þeir vilji Johnson úr embætti heldur einnig þingmenn Íhaldsflokksins sem taldir eru vilja Boris á brott. Meðal annars hafi þeim verið hótað því að dregið yrði úr fjárútlátum til kjördæma þeirra. Það kallaði hann kúgun og lagði til að þeir þingmenn sem hafi orðið fyrir þeim leituðu til lögreglunnar. Sjá einnig: Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Í frétt Sky News segir að Christian Wakeford, sem fór í vikunni yfir til Verkamannaflokksins, sagði að sér hefði verið hótað vegna ákvörðunar sinnar og meðal annars sagt að skólar í kjördæmi hans fengu ekki ákveðna fjárhagsaðstoð vegna skólamáltíða. Þá hafa fregnir borist af því að einn þingmaður sem vill forsætisráðherrann úr embætti hafi lent í rifrildi við háttsetta aðila í Íhaldsflokknum sem hafi hótað því að breyta kjördæmi hans til að losna við hann af þingi. Johnson er í miklum vandræðum vegna samkvæmis sem haldið var á Downingstræti í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur meðal annars verið sakaður um að ljúga að þinginu vegna samkvæmisins þegar hann sagðist ekki hafa vitað neitt um það annað en að það ætti að vera vinnuviðburður. Þá hafa fregnir borist af því að þingmenn Íhaldsflokksins séu að vinna að hallarbyltingu. Ef minnst 54 þingmenn flokksins senda formlega yfirlýsingu um vantraust til þar til gerðrar nefndar innan Íhaldsflokksins, hefst sjálfkrafa ný barátta um að leiða flokkinn. Sjálfur heitir Boris því að hann sé ekki á förum. Hann muni berjast gegn tilraunum til að velta honum úr sessi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57
Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18
Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent