Erlent

Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Breska pressan hefur ekki farið mjúkum höndum um forsætisráðherrann í vikunni en hann hefur einnig sætt harði gagnrýni bæði andstæðinga og pólitískra samherja.
Breska pressan hefur ekki farið mjúkum höndum um forsætisráðherrann í vikunni en hann hefur einnig sætt harði gagnrýni bæði andstæðinga og pólitískra samherja. epa/Andy Rain

Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt.

Boris Johnson forsætisráðherra baðst í vikunni afsökunar á veislu sem haldin var í garði hans í maí 2020 en nú hefur breska blaðið Telegraph greint frá því að tvær kveðjuveislur fyrir fráfarandi starfsmenn hafi verið haldnar 16. apríl 2021, kvöldið áður en útför Filippusar drottningarmanns fór fram. 

Um þrjátíu manns voru í veislunum, þar sem áfengi var haft um hönd og dansað fram á nótt. 

Á sama tíma voru allar innanhúss samkomur í Englandi bannaðar. 

Skrifstofa Johnsons hefur hvorki játað því né neitað að veislurnar hafi farið fram. Johnson var þó sjálfur ekki viðstaddur en hann eyddi þeirri helgi á sveitasetri forsætisráðherra.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.