Einskis að vænta í máli Gylfa í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 16:01 Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur verið í farbanni frá því í sumar vegna rannsóknar lögreglu um hvort hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. Þetta sagði upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í samtali við fréttastofu. Líklegt er að lögreglan muni ekkert gefa út um málið fyrr en á morgun. Farbann yfir Gylfa rennur út í dag en það var framlengt um nokkra daga á föstudag. Samkvæmt svörum upplýsingafulltrúa bíður lögreglan nú ákvörðunar dómstóla um hvað skuli gera næst í málinu. Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester á Englandi þann 16. júlí síðastliðinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða ungmenni. Gylfi var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt en hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið hefur nú verið framlengt í þrígang en síðast átti það að renna út á sunnudag. Fyrir helgi var það svo framlengt til dagsins í dag, miðvikudags. Lögregla vildi lítið segja til um stöðu rannsóknar en draga má þá ályktun, þar sem farbannið var framlengt um aðeins nokkra daga, að hún sé á lokastigi. Næstu skref séu í raun að lögregla og dómstólar á Englandi ákveði hvort fella eigi niður málið gegn honum eða gefa út ákæru á hendur honum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Þá hefur Gylfi heldur ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta Sjá meira
Þetta sagði upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í samtali við fréttastofu. Líklegt er að lögreglan muni ekkert gefa út um málið fyrr en á morgun. Farbann yfir Gylfa rennur út í dag en það var framlengt um nokkra daga á föstudag. Samkvæmt svörum upplýsingafulltrúa bíður lögreglan nú ákvörðunar dómstóla um hvað skuli gera næst í málinu. Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester á Englandi þann 16. júlí síðastliðinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða ungmenni. Gylfi var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt en hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið hefur nú verið framlengt í þrígang en síðast átti það að renna út á sunnudag. Fyrir helgi var það svo framlengt til dagsins í dag, miðvikudags. Lögregla vildi lítið segja til um stöðu rannsóknar en draga má þá ályktun, þar sem farbannið var framlengt um aðeins nokkra daga, að hún sé á lokastigi. Næstu skref séu í raun að lögregla og dómstólar á Englandi ákveði hvort fella eigi niður málið gegn honum eða gefa út ákæru á hendur honum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Þá hefur Gylfi heldur ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01 Mest lesið Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Fótbolti Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Aganefndin í fríi og Romero fær að spila í dag Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Chelsea búið að reka Enzo Maresca Roberto Carlos sendur í hjartaaðgerð Slá því upp að Maresca gæti verið rekinn frá Chelsea í dag Hvað á Liverpool að gera með Mo Salah og Alexander Isak? Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Stuðningsmaður stendur heilu leikina eins og stytta Sjá meira
Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21
Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52
Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01