Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. janúar 2022 12:21 Rannsóknin hefur verið í gangi í rúmt hálft ár. getty/jon super Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester-borg þann 16. júlí síðastliðinn. Gylfi var strax látinn laus gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag nú verið framlengt þrisvar sinnum. Sá tímafrestur átti að renna út á morgun en lögreglan í Manchester staðfesti það við fréttastofu í dag að hún hefði framlengt tímafrestinn um þrjá daga, fram að næsta miðvikudegi, 19. janúar. Hún vildi ekkert gefa upp um gang rannsóknarinnar eða við hverju mætti búast að þeim fresti liðnum en þó mátti skilja hana svo að rannsókninni væri nú á lokametrunum og loks að ljúka í næstu viku. Vegna þess hve lögreglan framlengdi í stuttan tíma má einnig gera ráð fyrir að rannsókninni sé alveg að ljúka og lögreglan hafi aðeins framlengt um nokkra daga til að binda hnúta á lausa enda hennar. Óljóst í hverju brotin felast Að frestinum liðnum kemur síðan tvennt til greina; annað hvort gefur lögregla út ákæru á hendur Gylfa eða fellir málið niður. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp í sumar. Heimildir erlendra götumiðla herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Hann hefur ekki spilað einn einasta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni í ár og hefur knattspyrnufélagið gefið það út að hann muni ekki spila á meðan lögreglurannsóknin sé enn í gangi. Enn hefur ekkert komið fram um í hverju meint brot Gylfa eigi að felast en kjósi lögregla að leggja fram ákæru í næstu viku má búast við að málið verði þar skýrt betur. Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Enski boltinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Gylfi var handtekinn á heimili sínu í Manchester-borg þann 16. júlí síðastliðinn. Gylfi var strax látinn laus gegn tryggingu og hefur það fyrirkomulag nú verið framlengt þrisvar sinnum. Sá tímafrestur átti að renna út á morgun en lögreglan í Manchester staðfesti það við fréttastofu í dag að hún hefði framlengt tímafrestinn um þrjá daga, fram að næsta miðvikudegi, 19. janúar. Hún vildi ekkert gefa upp um gang rannsóknarinnar eða við hverju mætti búast að þeim fresti liðnum en þó mátti skilja hana svo að rannsókninni væri nú á lokametrunum og loks að ljúka í næstu viku. Vegna þess hve lögreglan framlengdi í stuttan tíma má einnig gera ráð fyrir að rannsókninni sé alveg að ljúka og lögreglan hafi aðeins framlengt um nokkra daga til að binda hnúta á lausa enda hennar. Óljóst í hverju brotin felast Að frestinum liðnum kemur síðan tvennt til greina; annað hvort gefur lögregla út ákæru á hendur Gylfa eða fellir málið niður. Gylfi hefur ekkert tjáð sig um málið frá því að það kom upp í sumar. Heimildir erlendra götumiðla herma þó að Gylfi hafi harðneitað þeim ásökunum sem á hann hafa verið bornar. Hann hefur ekki spilað einn einasta leik með Everton í ensku úrvalsdeildinni í ár og hefur knattspyrnufélagið gefið það út að hann muni ekki spila á meðan lögreglurannsóknin sé enn í gangi. Enn hefur ekkert komið fram um í hverju meint brot Gylfa eigi að felast en kjósi lögregla að leggja fram ákæru í næstu viku má búast við að málið verði þar skýrt betur.
Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar England Fótbolti Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi Enski boltinn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Bretland Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Fleiri fréttir Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira