Einskis að vænta í máli Gylfa í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. janúar 2022 16:01 Gylfi Þór Sigurðsson knattspyrnumaður hefur verið í farbanni frá því í sumar vegna rannsóknar lögreglu um hvort hann hafi brotið kynferðislega á ungmenni. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Líklegt er að engar nýjar upplýsingar muni berast í máli Gylfa Þórs Sigurðssonar knattspyrnumanns, sem er til rannsóknar hjá lögreglunni í Manchester grunaður um kynferðisbrot gegn ungmenni, í dag. Þetta sagði upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í samtali við fréttastofu. Líklegt er að lögreglan muni ekkert gefa út um málið fyrr en á morgun. Farbann yfir Gylfa rennur út í dag en það var framlengt um nokkra daga á föstudag. Samkvæmt svörum upplýsingafulltrúa bíður lögreglan nú ákvörðunar dómstóla um hvað skuli gera næst í málinu. Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester á Englandi þann 16. júlí síðastliðinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða ungmenni. Gylfi var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt en hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið hefur nú verið framlengt í þrígang en síðast átti það að renna út á sunnudag. Fyrir helgi var það svo framlengt til dagsins í dag, miðvikudags. Lögregla vildi lítið segja til um stöðu rannsóknar en draga má þá ályktun, þar sem farbannið var framlengt um aðeins nokkra daga, að hún sé á lokastigi. Næstu skref séu í raun að lögregla og dómstólar á Englandi ákveði hvort fella eigi niður málið gegn honum eða gefa út ákæru á hendur honum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Þá hefur Gylfi heldur ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri. Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Þetta sagði upplýsingafulltrúi lögreglunnar í Manchester í samtali við fréttastofu. Líklegt er að lögreglan muni ekkert gefa út um málið fyrr en á morgun. Farbann yfir Gylfa rennur út í dag en það var framlengt um nokkra daga á föstudag. Samkvæmt svörum upplýsingafulltrúa bíður lögreglan nú ákvörðunar dómstóla um hvað skuli gera næst í málinu. Gylfi Þór var handtekinn á heimili sínu í Manchester á Englandi þann 16. júlí síðastliðinn grunaður um að hafa brotið kynferðislega á ólögráða ungmenni. Gylfi var færður til yfirheyrslu en síðar sleppt en hann hefur þó verið í farbanni síðan hann var handtekinn. Farbannið hefur nú verið framlengt í þrígang en síðast átti það að renna út á sunnudag. Fyrir helgi var það svo framlengt til dagsins í dag, miðvikudags. Lögregla vildi lítið segja til um stöðu rannsóknar en draga má þá ályktun, þar sem farbannið var framlengt um aðeins nokkra daga, að hún sé á lokastigi. Næstu skref séu í raun að lögregla og dómstólar á Englandi ákveði hvort fella eigi niður málið gegn honum eða gefa út ákæru á hendur honum. Gylfi hefur undanfarin misseri spilað með enska knattspyrnuliðinu Everton í bresku úrvalsdeildinni í fótbolta. Hann hefur þó ekki leikið einn einasta leik með liðinu á þessu keppnistímabili en Everton gaf það út að leikmaðurinn, sem væri til rannsóknar, myndi ekki spila með liðinu á meðan rannsókn stæði yfir. Þá hefur Gylfi heldur ekki spilað með íslenska landsliðinu í knattspyrnu á þessum vetri.
Fótbolti Mál Gylfa Þórs Sigurðssonar Landsliðsmenn sakaðir um kynferðisofbeldi England Íslendingar erlendis Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21 Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52 Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01 Mest lesið Bastarður ráðinn til starfa Fótbolti Gary Martin aftur í ensku deildina Fótbolti Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Fótbolti Furðu erfitt að mæta systur sinni Fótbolti „Ég hefði getað sett þrjú“ Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Íslenski boltinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Enski boltinn Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Körfubolti Fleiri fréttir Bastarður ráðinn til starfa Furðu erfitt að mæta systur sinni „Ég hefði getað sett þrjú“ Daði Berg: Eiginlega ekki við hæfi barna Gary Martin aftur í ensku deildina Uppgjörið: Valur - ÍBV 3-0 | Valsmenn gengu frá Eyjamönnum í fyrri hálfleik Arsenal vann Meistaradeildina í annað sinn Leik lokið: Víkingur - ÍA 2-1 | Víkingar tylltu sér á toppinn Uppgjör: Vestri - Stjarnan 3-1 | Ísfirðingar sneru við taflinu í seinni hálfleik Markaveisla í Grindavík og dramatík á Húsavík Ancelotti og Modric kvaddir með sigri Sjáðu laglegt sigurmark Ídu gegn meisturunum og vítavörslu Kötlu Uppgjörið: KA - Afturelding 1-0 | KA af botninum Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Uppgjörið: Þór/KA - Stjarnan 1-0 | Mark Söndru Maríu skildi á milli Katla gulltryggði sigurinn gegn toppliðinu Salah bestur og Gravenberch besti ungi Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Sjá meira
Rannsókn á máli Gylfa loks að ljúka Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður Everton og íslenska landsliðsins í knattspyrnu, verður áfram laus gegn tryggingu fram í miðja næstu viku. Þá ætti að skýrast hvort lögregla ætli að leggja fram kæru á hendur Gylfa en hann grunaður um kynferðisbrot gegn ólögráða stúlku. 15. janúar 2022 12:21
Áfram laus gegn tryggingu Gylfi Þór Sigurðsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Everton, verður áfram laus gegn tryggingu fram til miðvikudagsins í næstu viku, 19. janúar. 15. janúar 2022 07:52
Gylfi ekki með í Football Manager Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is. 23. október 2021 20:01