Fótbolti

Gylfi ekki með í Foot­ball Mana­ger

Þorgils Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson var ekki á leikmannalista Everton í haust, enda er hann til rannsóknar fyrir kynferðisbrot gegn barni. Nú kemur í ljós að hann er ekki í Football Manager heldur. 
Gylfi Þór Sigurðsson var ekki á leikmannalista Everton í haust, enda er hann til rannsóknar fyrir kynferðisbrot gegn barni. Nú kemur í ljós að hann er ekki í Football Manager heldur. 

Knattspyrnumanninn Gylfa Þór Sigurðsson er hvergi að finna í frumútgáfunni af næsta Football Manager. Frá þessu segir í frétt á vef mbl.is.

Football Manager er einn vinsælasti tölvuleikur heims en þar er hægt að stýra knattspyrnuliðum og kaupa og selja leikmenn.

Eins og fram hefur komið er Gylfi til rannsóknar vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni, en er laus gegn tryggingu til 16. janúar næstkomandi.

Gylfi er á mála hjá enska knattspyrnuliðinu, en var ekki á leikmannalista liðsins í haust og má því ekki spila fyrir liðið fyrr en í fyrsta lagi 1. janúar næstkomandi.

Everton hefur gefið það út að hann muni ekki spila með liðinu fyrr en rannsókn lögreglu er lokið. Þá hefur Gylfi ekki leikið með íslenska landsliðinu síðan í nóvember í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×